Skip to main content

Umhverfisverkfræði

Umhverfisverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Umhverfisverkfræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands er tveggja ára (120 ECTS) nám sem miðar að því að gera nemendum kleift að greina og finna verkfræðilegar lausnir á umhverfisverkefnum sem verða sífellt mikilvægari og umfangsmeiri í nútíma þjóðfélagi.

Skipulag náms

X

Endurnýjanleg orka: inngangur (UAU111F)

Þróun í átt til sjálfbærari orkukerfa, byggir á aukinni notkun  umhverfisvænni og endurnýanlegri orku.  Í þessu inngangsnámskeiði verður:  i) gefin yfirsýn yfir sögu orkunotkunar í heiminum allt til stöðu orkumála í dag.  Að auki verður gefin innsýn inn í framtíðarspár Alþjóða Orkumálastofnunarinnar (IEA) með áherslu á sýn þeirra á endurnýjanlega orku og sjálfbærni ii) gefin yfirsýn yfir hefðbundnda og óhefðbundna orkugjafa svo sem vatnsorku, jarðvarma, sjávarföll, sólarorku og vindorku auk lífmassa með áherslu á verkfræðilegar nálganir og eðli þessarra orkugjafa iii) gefin innsýn í rafmagnsframleiðslu iv) gefið yfirlit yfiir umhverfisáhrif orkuvinnslu og orkunotkunar v) gefin yfirsýn yfir stefnumótun í orkumálum með sjálfbærni að leiðarljósi, auk annarrar stefnumótunar svo sem í loftslagsmálum.

Námskeiðið er samsett af vettvangsferðum og fyrirlestrum. 

Námskeiðið er eingöngu fyrir nemendur í kjörsviðinu: Endurnýjanleg orka.

X

Þverfaglegt hópverkefni um endurnýjanlega orku (UMV240F)

  1. mars - 22. apríl

Fyrri hluti: kynning, tímaáætlun, söfnun gagna, verkefnavinna.

  1. - 13. maí      

Seinni hluti: skýrslugerð og kynning nemenda á verkefni.

Námskeiðið byggir á sjálfstæðri verkefnavinnu nemenda sem stunda meistaranám á sviði endurnýjanlegrar orku. Verkefnið er þverfaglegt og verkefnahópurinn samanstendur af nemendum frá eftirfarandi fagsviðum:

  • Jarðhitaverkfræði (Vélaverkfræði)
  • Vatnsaflsverkfræði (Umhverfis- og byggingarverkfræði)
  • Vistvæn raforkuverkfræði (Rafmagns- og tölvuverkfræði)
  • Jarðvísindi (Jarðfræði og jarðeðlisfræði)
  • Orkuhagfræði, orkustefnumál og sjálfbærni (Umhverfis- og auðlindafræði)

Nemendur vinna með raunhæft verkefni um nýtingu auðlindar til orkuframleiðslu eða til beinnar nýtingar. Helstu verkþættir eru:

  • Mat á auðlind og sjálfbærri nýtingu hennar.
  • Mat á mismunandi nýtingarmöguleikum auðlindar ásamt hönnun á því ferli nýtingar sem fyrir valinu verður.
  • Viðskiptaáætlun fyrir verkefnið í heild ásamt næmnigreiningu á helstu kostnaðarþáttum.
  • Mat á umhverfisáhrifum og leyfi vegna nýtingar auðlindar.
  • Félagsleg og umhverfisleg áhrif verkefnisins.
  • Stjórnun þverfaglegs verkefnis.
X

Mat á umhverfisáhrifum 1 (UMV205M, UMV205M)

Markmið: Að kynna hugmyndafræði og þær aðferðir, sem notaðar eru við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og á umhverfismati sem samfléttuðum þáttum við gerð skipulagsáætlana.

Efni: Ástæður og aðdragandi lagasetningar um mat á umhverfisáhrifum og hvernig framkvæmd mats er háttað á Íslandi. Aðferðafræði; gátlistar, töflur, glæruaðferðir og flæðirit. Notkun landfræðilegra upplýsingakerfa (LUK), sem byggjast á stafrænum kortagrunnum og gagnasöfnum. Fræðasvið, sem nýtast við matið; landfræði, vistfræði, straumfræði, jarðfræði, efnafræði, lögfræði, félagsfræði, hagfræði og fagurfræði. Aðferðir við framsetningu á matinu; skýrslugerð, myndræn framsetning og tölvugrafík. Dæmi um notkun mats á umhverfisáhrifum við undirbúning og hönnun mannvirkja; losun og förgun úrgangsefna, vega- og línulagnir, brýr, hafnir og flugvellir, verksmiðjur og einstök mannvirki. Einnig ný aðferðafræði um hvernig þarf að flétta aðferðir MÁU inn í gerð skipulagsáætlana, á þann veg að skipulags-, landnýtingar og staðarvalsákvarðanir taki mið af umhverfissjónarmiðum. Hópverkefni, sem tengjast efni námskeiðsins.

X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Náttúruhamfarir (UMV114F)

Námskeiðinu er ætlað að kynna aðferðafræði til að þróa sviðsmyndir sem lýsa hvernig náttúruhamfarir geta haft áhrif á byggð.

Sviðsmyndir eru forsendur fyrir gerð skamm- og langtíma viðbragðsáætlana. Án skilnings á því sem gæti gerst, þ.e., tegundir tjóna, umfang, líkur og afleiðingar, mun gerð viðbragðsáæltana skorta stefnu og samhengi. Sviðsmyndir eru byggðar á fræðilegri áhættugreiningu.

Gerður er greinarmunur á kyrri sviðsmynd, sem lýsir ástandi á tilteknum tíma (t.d., fjöldi slasaðra og skemmdra húsa m.t.t ákveðinnar tímasetningar) og tímaháðri sviðsmynd sem setur röð afleiðinga á tímalínu.

Nemendur munu læra að greina jarðskjálftavá, flóðavá og eldgosavá.

Farið yfir hvernig sviðsmyndir eru hannaðar út frá sjónarhóli hagsmunaaðila. Hagsmunaaðilar eru þeir 1) sem bera ábyrgð á því að viðbragðsáætlunin sé gerð, 2) sem skrifa áætlunina, 3) sem nota hana og 4) sem áætlunin er ætlað að hjálpa. Skilgreina þarf alla hagsmunaaðila við upphaf gerð sviðsmynda

Á námskeiðinu er farið yfir framsetningu á sviðsmyndum. Skoðuð eru dæmi um sviðsmyndir sem gerðar hafa verið og nemendur eru hvattir til að leita að nýjum og betri leiðum.

Nemendur munu leysa verkefni til þróa hæfni sína við að búa til sviðsmyndir fyrir breytilegar vár og hagsmunaaðila

Innihald námskeiðs

1.     Viðlagastjórnun

a.      Markmið og gildi

b.      Skilgreiningar og vísindaleg þekking

c.      Þekkingarstofnanir, vefsíður

d.      Forvarnagreining

e.      Mismunandi viðbragðsáætlanir (skemmdarferli, lífsbjargandi, neyðaraðstoð, og endurreisn)

2.     Verkfræðileg nálgun að sviðsmyndagerð

a.      Aðferðir til að áætla tjón og tap

b.      Hættu (vá, ógn) greiningar

c.      Gagnasöfnun á eignir í hættu

d.      Framsetning á sviðsmyndum

3.     Hagsmunaaðilagreining

a.      Tegundir: Eigandi, verkefnastjóri, notandi og þiggjandi

b.      Gagnagreining m.t.t. hagsmunaaðila

4.     Verkefni við gerð sviðsmynda fyrir mismundandi hættur og hagsmunaaðila

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

X

Himnutækni (UMV501M)

Markmið: Kynna fjölbreytta hagnýtingu á himnutækni, t.d. á sviði veitna (vatns- og fráveitur), umhverfismála, matvælaiðnaðar, lyfjaiðnaðar og efna/lífefnaiðnaðar. 

Efnisatriði: (1) Himnutækni sem lausn í iðnaðarframleiðslu (aðskilnaður og hreinsun fæðuefna, lyfja og efnavara) og í umhverfismálum (vatns- og skólphreinsun; stýringu loftgæða; endurheimt og endurnotkun næringarefna); (2) Hráefni í himnum, framleiðsla og aðlögun; (3) Eðlis-, efna- og vélfræðilegir eiginleikar himna og ákvörðun þeirra; (4) Flutningur og dreifing efna um himnur; (5) Örveruvöxtur á himnum og mótvægisaðgerðir; (6) Rekstrareiningar í himnukerfum (m.a. örsíun, fínsíun, nanósíun, öfug osmósa, framgeng osmósa, þrýstingshömluð osmósa, himnueimun, rafskiljun, gas aðskiljun) og hagnýting þeirra í iðnaði; (7) Samsett himnuferli og hagnýtingar; (8) Kerfishönnun himna.

Kennsluhættir: Fyrirlestrar, dæmatímar, verklegar æfingar og hópverkefni. Fyrirlestrar eru notaðir til að kynna fræðilega hluta himnutækni og hagnýtingar hennar á fjölbreyttum sviðum. Dæmatímar eru notaðir til að ræða og útskýra útreikninga og lausnir verkefna. Verklegar æfingar eru framkvæmdar í tilraunastofu til að kanna valin himnuferli og veita stúdentum verklega reynslu. Í hópverkefni framkvæma stúdentar heimildarýni á völdu efni sem tengist himnutækni, skrifa skýrslu og gefa munnlega kynningu á efninu. 

Námskeiðið hentar einnig stúdentum sem eru að sérhæfa sig í öðrum fögum en umhverfis- eða byggingarverkfræði, svo sem, efnaverkfræði, iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði, lífverkfræði, matvælafræði.

X

Jarðtækni og grundun 2 (BYG116F)

Markmið:

Að veita nemendum þjálfun og færni í að beita undirstöðuatriðum grundunar við hönnun mannvirkja.

Inntak:

Jarðtæknilegir eiginleikar jarðvegs. Grunnar undirstöður; burðarþol jarðvegs, sig. Láréttur þrýstingur í jarðvegi, stoðveggir, stálþil, stög og akkeri. Djúpar undirstöður; staurar, staurarekstur, stauraþyrpingar. Stöðugleiki fláa, stöðugleikaútreikningar, sneiðaaðferðir. Styrking jarðvegs. Hönnunarstaðlar, EC7. Jarðdúkar.

X

Berg- og sprengitækni (BYG121F)

Markmið:

Að veita nemendum þjálfun og færni í að beita undirstöðuatriðum aflfræði bergs við hönnun og framkvæmdir mannvirkja í bergi..

Innihald:

A: Bergtækni. Bergrunnurinn sem byggingarefni. Forkannanir á berggrunninum, vettvangs- og tilraunastofuprófanir. Styrkur bergkjarna og sprungna. Gæðaflokkun á bergi. Bergrúmagerð, jarðgangnagerð. Spennur og færslur við holrúm í bergi. Styrking bergs. Vatn í bergi. Stæðni bergfláa. B: Sprengitækni. Eiginleikar sprengiefna, sprengiefnategundir, hleðslur, hvellhettur, tímaseinkun. Bormynstur, hleðslureikningar, ofanjarðar- og neðanjarðarsprengingar, sprengingar undir vatni, bylgjuútbreiðsla, sprengingar í þéttbýli.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Vatnsaflsvirkjanir (UMV605M)

Ísland sker sig úr í alþjóðlegum samanburði að því leyti að nánast öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Vatnsafl er önnur af tveimur mikilvægustu orkulindum á Íslandi, ásamt jarðvarma.   

Markmið: Veita innsýn í tæknina og rannsóknirnar við virkjun vatnsafls, með sérstaka áherslu á íslenskar aðstæður. Þetta er lykilnámskeið í kjörsviðum í vatnaverkfræði og endurnýjanlegri orku, og snertir sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu Þjóðanna nr. 7, sjálfbær orka. 

Efni: Virkjanlegt afl. Helstu burðarliðir í vatnsaflsvirkjun. Byggingarverkfræðileg hönnun yfir líftíma virkjunar, bæði neðanjarðarmannvirki (göng, stöðvarhús) svo og ofanjarðar (stíflur, yfirföll). Lagalegt umhverfi.  Öryggis, umhverfis og heilsu sjónarmið yfir líftíma virkjunar. Ís og setmyndun. Vélfræðileg hönnun og rekstur, t.d. túrbína. Framleiðsla rafmagns.

Námsmat

Námskeiðið samanstendur af verkefnum unnum á misseri, og munnlegu lokaprófi í lok misseris.

Námsfyrirkomulag

Námskeiðið byggir á sjálfsnámi og sjálfstæðri verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir vikulegum fundum, 3 x 40 mín í senn. Gert er ráð fyrir einni vettvangsheimsókn. Námskeiðið er kennt á ensku. 

Nemendur á eftirfarandi kjörsviðum ganga fyrir um skráningu í námskeiðið: Endurnýjanleg orka - orkuverkfræði, vatnaverkfræði.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Jarðskjálftaverkfræði 1 (BYG227F)

Markmið: Að veita nemendum innsýn í eðli og eiginleika jarðskjálfta og þjálfun í að meta áhrif jarðskjálfta.

Námsefni: Jarðskjálftavirkni. Upptakalíkön. Jarðskjálftabylgjur og útbreiðsla þeirra. Líkön sem lýsa yfirborðshreyfingu í jarðskjálftum og deyfingu hennar. Áhrif yfirborðslaga. Línuleg og ólínuleg jarðskjálftasvörunarróf. Kortlagning jarðskjálftavár. Miðað er við að nemendur leysi stærri verkefni undir umsjón kennara og skrifi skýrslu um þau.

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Náttúruhamfarir (UMV114F)

Námskeiðinu er ætlað að kynna aðferðafræði til að þróa sviðsmyndir sem lýsa hvernig náttúruhamfarir geta haft áhrif á byggð.

Sviðsmyndir eru forsendur fyrir gerð skamm- og langtíma viðbragðsáætlana. Án skilnings á því sem gæti gerst, þ.e., tegundir tjóna, umfang, líkur og afleiðingar, mun gerð viðbragðsáæltana skorta stefnu og samhengi. Sviðsmyndir eru byggðar á fræðilegri áhættugreiningu.

Gerður er greinarmunur á kyrri sviðsmynd, sem lýsir ástandi á tilteknum tíma (t.d., fjöldi slasaðra og skemmdra húsa m.t.t ákveðinnar tímasetningar) og tímaháðri sviðsmynd sem setur röð afleiðinga á tímalínu.

Nemendur munu læra að greina jarðskjálftavá, flóðavá og eldgosavá.

Farið yfir hvernig sviðsmyndir eru hannaðar út frá sjónarhóli hagsmunaaðila. Hagsmunaaðilar eru þeir 1) sem bera ábyrgð á því að viðbragðsáætlunin sé gerð, 2) sem skrifa áætlunina, 3) sem nota hana og 4) sem áætlunin er ætlað að hjálpa. Skilgreina þarf alla hagsmunaaðila við upphaf gerð sviðsmynda

Á námskeiðinu er farið yfir framsetningu á sviðsmyndum. Skoðuð eru dæmi um sviðsmyndir sem gerðar hafa verið og nemendur eru hvattir til að leita að nýjum og betri leiðum.

Nemendur munu leysa verkefni til þróa hæfni sína við að búa til sviðsmyndir fyrir breytilegar vár og hagsmunaaðila

Innihald námskeiðs

1.     Viðlagastjórnun

a.      Markmið og gildi

b.      Skilgreiningar og vísindaleg þekking

c.      Þekkingarstofnanir, vefsíður

d.      Forvarnagreining

e.      Mismunandi viðbragðsáætlanir (skemmdarferli, lífsbjargandi, neyðaraðstoð, og endurreisn)

2.     Verkfræðileg nálgun að sviðsmyndagerð

a.      Aðferðir til að áætla tjón og tap

b.      Hættu (vá, ógn) greiningar

c.      Gagnasöfnun á eignir í hættu

d.      Framsetning á sviðsmyndum

3.     Hagsmunaaðilagreining

a.      Tegundir: Eigandi, verkefnastjóri, notandi og þiggjandi

b.      Gagnagreining m.t.t. hagsmunaaðila

4.     Verkefni við gerð sviðsmynda fyrir mismundandi hættur og hagsmunaaðila

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Jarðtækni og grundun 2 (BYG116F)

Markmið:

Að veita nemendum þjálfun og færni í að beita undirstöðuatriðum grundunar við hönnun mannvirkja.

Inntak:

Jarðtæknilegir eiginleikar jarðvegs. Grunnar undirstöður; burðarþol jarðvegs, sig. Láréttur þrýstingur í jarðvegi, stoðveggir, stálþil, stög og akkeri. Djúpar undirstöður; staurar, staurarekstur, stauraþyrpingar. Stöðugleiki fláa, stöðugleikaútreikningar, sneiðaaðferðir. Styrking jarðvegs. Hönnunarstaðlar, EC7. Jarðdúkar.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Hermun (IÐN403M)

Farið er yfir stakræna atburða hermun, tölfræðilega líkanagerð, hönnun hermilíkana, gerð tilrauna, prófanir líkana og túlkun niðurstaðna hermana. Fjallað er um sennileikamat á líkindadreifingum út frá mælingum. Námskeiðið kynnir auk þess fræðin á bak við gerð slembuframkallara og prófun þeirra. Farið er í grunnforritun á hermilíkönum og sérhæfðir hermihugbúnaðir kynntir. Nemendur vinna raunhæft hermiverkefni þar sem áhersla er lögð á hönnun og greiningu á framleiðslukerfi eða þjónustukerfi.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Aðgerðagreining (IÐN401G)

Í námskeiðinu er nemendum kynnt hvernig gera á skipulega mynd af ákvörðunar- og bestunarverkefnum í aðgerðagreiningu.
Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa færni í að setja upp, greina og leysa stærðfræðileg líkön sem standa fyrir raunhæfum verkefnum og hvernig meta eigi lausn þeirra á gagnrýninn hátt. Tekin eru fyrir línuleg bestun og Simplex aðferðin, auk skyld fræðileg efni.
Námskeiðið kynnir auk þess stærðfræðileg líkön fyrir einstök verkefni; flutningsverkefni, úthlutunarverkefni, netverkefni og heiltölubestun. Nemendur kynnast einnig sérhæfðu forritunarmáli við líkangerð fyrir línulega bestun.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Landfræðileg upplýsingakerfi 2 (LAN212F)

Námskeiðið er verkefnamiðað,nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum undir leiðsögn kennara. Leiðsögn kennara felst einkum í tæknilegri og fræðilegri úrfærslu verkefna út frá landupplýsingafræðilegu (LUK) sjónarhorni. Stærri hluta af önninni vinna nemendur sín eigin verkefni, oft í tengslum við lokaverkefni (meistara eða doktorsverkefni). Verkefni nemenda geta verið úr hvaða vísindagrein sem er, en með LUK sjónarhorn sem þarf að leysa.

Efni námskeiðsins: Hnit og varpanir. Landræn fyrirbæri, eigindi og gagnagrunnar, grannfræði og landræn svið. Landrænar greiningar og brúanir, framsetning og miðlun landrænna gagna, 3D. Lýsigögn og varðveisla. Opinn hugbúnaður.

Áfanginn er próflaus en einkunn verður gefin fyrir lokaskýrslu og minni verkefni. Í upphafi annar þurfa nemendur að hafa á reiðum höndum lýsingu á verkefninu sem þeir ætla að vinna að ásamt mati á þeim landfræðilegum gögnum sem þarf til verksins.

X

Vegagerð (BYG203M)

Markmið: Að nemendur læri undirstöðuatriði vegagerðar og hönnun vega og flugbrauta.

Námslýsing: Vegferill, hæðarlega, þversnið, undirstöður vega, burðarlög og slitlög. Massareikningar í vegagerð. Buðarþolshönnun vega, vegtækni. Viðhald vega og slitlaga, PMS. Skipulag flugvalla og burðarþolshönnun flugbrauta, akbrauta og flughlaða. Áhrifamat.

X

Hönnun samgöngumannvirkja (BYG221F)

Markmið: Að veita nemendum færni við skipulag, staðarval og hönnun stórra samgöngumannvirkja.

Námslýsing: Gatnamótamannvirki í plani og mislæg gatnamót, aðreinar og fráreinar, fléttun umferðar. Skipulag mannvirkjanna, umferðarrýmd, þjónustustig o.fl. Flugvellir og skipulag þeirra. Hönnun og skipulag aðkomu, afgreiðslu og ýmissa þjónustuþátta. Veggöng, lega, þversnið, undirbúningsrannsóknir, verkaðferðir, búnaður veggangna, öryggisbúnaður o.fl. Hönnunarverkefni.

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

X

Mat á umhverfisáhrifum 1 (UMV205M, UMV205M)

Markmið: Að kynna hugmyndafræði og þær aðferðir, sem notaðar eru við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og á umhverfismati sem samfléttuðum þáttum við gerð skipulagsáætlana.

Efni: Ástæður og aðdragandi lagasetningar um mat á umhverfisáhrifum og hvernig framkvæmd mats er háttað á Íslandi. Aðferðafræði; gátlistar, töflur, glæruaðferðir og flæðirit. Notkun landfræðilegra upplýsingakerfa (LUK), sem byggjast á stafrænum kortagrunnum og gagnasöfnum. Fræðasvið, sem nýtast við matið; landfræði, vistfræði, straumfræði, jarðfræði, efnafræði, lögfræði, félagsfræði, hagfræði og fagurfræði. Aðferðir við framsetningu á matinu; skýrslugerð, myndræn framsetning og tölvugrafík. Dæmi um notkun mats á umhverfisáhrifum við undirbúning og hönnun mannvirkja; losun og förgun úrgangsefna, vega- og línulagnir, brýr, hafnir og flugvellir, verksmiðjur og einstök mannvirki. Einnig ný aðferðafræði um hvernig þarf að flétta aðferðir MÁU inn í gerð skipulagsáætlana, á þann veg að skipulags-, landnýtingar og staðarvalsákvarðanir taki mið af umhverfissjónarmiðum. Hópverkefni, sem tengjast efni námskeiðsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Náttúruhamfarir (UMV114F)

Námskeiðinu er ætlað að kynna aðferðafræði til að þróa sviðsmyndir sem lýsa hvernig náttúruhamfarir geta haft áhrif á byggð.

Sviðsmyndir eru forsendur fyrir gerð skamm- og langtíma viðbragðsáætlana. Án skilnings á því sem gæti gerst, þ.e., tegundir tjóna, umfang, líkur og afleiðingar, mun gerð viðbragðsáæltana skorta stefnu og samhengi. Sviðsmyndir eru byggðar á fræðilegri áhættugreiningu.

Gerður er greinarmunur á kyrri sviðsmynd, sem lýsir ástandi á tilteknum tíma (t.d., fjöldi slasaðra og skemmdra húsa m.t.t ákveðinnar tímasetningar) og tímaháðri sviðsmynd sem setur röð afleiðinga á tímalínu.

Nemendur munu læra að greina jarðskjálftavá, flóðavá og eldgosavá.

Farið yfir hvernig sviðsmyndir eru hannaðar út frá sjónarhóli hagsmunaaðila. Hagsmunaaðilar eru þeir 1) sem bera ábyrgð á því að viðbragðsáætlunin sé gerð, 2) sem skrifa áætlunina, 3) sem nota hana og 4) sem áætlunin er ætlað að hjálpa. Skilgreina þarf alla hagsmunaaðila við upphaf gerð sviðsmynda

Á námskeiðinu er farið yfir framsetningu á sviðsmyndum. Skoðuð eru dæmi um sviðsmyndir sem gerðar hafa verið og nemendur eru hvattir til að leita að nýjum og betri leiðum.

Nemendur munu leysa verkefni til þróa hæfni sína við að búa til sviðsmyndir fyrir breytilegar vár og hagsmunaaðila

Innihald námskeiðs

1.     Viðlagastjórnun

a.      Markmið og gildi

b.      Skilgreiningar og vísindaleg þekking

c.      Þekkingarstofnanir, vefsíður

d.      Forvarnagreining

e.      Mismunandi viðbragðsáætlanir (skemmdarferli, lífsbjargandi, neyðaraðstoð, og endurreisn)

2.     Verkfræðileg nálgun að sviðsmyndagerð

a.      Aðferðir til að áætla tjón og tap

b.      Hættu (vá, ógn) greiningar

c.      Gagnasöfnun á eignir í hættu

d.      Framsetning á sviðsmyndum

3.     Hagsmunaaðilagreining

a.      Tegundir: Eigandi, verkefnastjóri, notandi og þiggjandi

b.      Gagnagreining m.t.t. hagsmunaaðila

4.     Verkefni við gerð sviðsmynda fyrir mismundandi hættur og hagsmunaaðila

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Tilraunastofa í umhverfisverkfræði (UMV502M)

Námskeiðið veitir nemendum þjálfun í framkvæmd tilrauna á fagsviði umhverfisverkfræðinnar. Nemendur hljóta þjálfun í grunnfræðunum, í greiningartækni á vatnsgæðum, læra að framkvæma hátækni skólphreinsun, safna og greina gögn og undirbúa skýrslu með niðurstöðum mælinga. Tveggja manna teymi vinna sjálstætt að framkvæmd tilrauna með áherslu á að hámarka rekstraraðstæður og ná sem mestum árangri í hreinsun vatns. Námskeiðið veitir tæknilega sérfræðikunnátta til grundvallar sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna nr. 6 (hreint vatn og hreinlætisaðstaða og nr. 14 (líf í vatni).

Projects in Fall 2024: (1) Mitigation of microplastic fibres during membrane filtration of wastewater (focusing on microfiber detection, microfiber transport and interaction with membrane, and water quality); (2) Electrodialysis membrane process for nutrient recovery from wastewater (focusing on 3D-printed system design, membrane performance, and water quality). Students will select one project for fulfilling this course.

X

Himnutækni (UMV501M)

Markmið: Kynna fjölbreytta hagnýtingu á himnutækni, t.d. á sviði veitna (vatns- og fráveitur), umhverfismála, matvælaiðnaðar, lyfjaiðnaðar og efna/lífefnaiðnaðar. 

Efnisatriði: (1) Himnutækni sem lausn í iðnaðarframleiðslu (aðskilnaður og hreinsun fæðuefna, lyfja og efnavara) og í umhverfismálum (vatns- og skólphreinsun; stýringu loftgæða; endurheimt og endurnotkun næringarefna); (2) Hráefni í himnum, framleiðsla og aðlögun; (3) Eðlis-, efna- og vélfræðilegir eiginleikar himna og ákvörðun þeirra; (4) Flutningur og dreifing efna um himnur; (5) Örveruvöxtur á himnum og mótvægisaðgerðir; (6) Rekstrareiningar í himnukerfum (m.a. örsíun, fínsíun, nanósíun, öfug osmósa, framgeng osmósa, þrýstingshömluð osmósa, himnueimun, rafskiljun, gas aðskiljun) og hagnýting þeirra í iðnaði; (7) Samsett himnuferli og hagnýtingar; (8) Kerfishönnun himna.

Kennsluhættir: Fyrirlestrar, dæmatímar, verklegar æfingar og hópverkefni. Fyrirlestrar eru notaðir til að kynna fræðilega hluta himnutækni og hagnýtingar hennar á fjölbreyttum sviðum. Dæmatímar eru notaðir til að ræða og útskýra útreikninga og lausnir verkefna. Verklegar æfingar eru framkvæmdar í tilraunastofu til að kanna valin himnuferli og veita stúdentum verklega reynslu. Í hópverkefni framkvæma stúdentar heimildarýni á völdu efni sem tengist himnutækni, skrifa skýrslu og gefa munnlega kynningu á efninu. 

Námskeiðið hentar einnig stúdentum sem eru að sérhæfa sig í öðrum fögum en umhverfis- eða byggingarverkfræði, svo sem, efnaverkfræði, iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði, lífverkfræði, matvælafræði.

X

Umhverfisörverufræði (LÍF535M)

Kennsla fer fram í viku 1-5 og 11-14.

Markmið námskeiðsins er að kynna mikilvægi örvera í náttúrunni og manngerðu umhverfi. Í fyrri hluta námskeiðsins er farið yfir grunnatriði örverufræðinnar, s.s. flokkun örvera, byggingu, efnaskipti, vöxt og starfsemi, meðhöndlun og greiningu. Þeim er fylgt eftir í verklegum æfingum, umræðutímum og með verkefnum. Fyrri hlutinn er nauðsynlegur grunnur áður en farið er í sérsvið innan örverufræðinnar.

Í seinni hluta námskeiðsins er farið í sýnatökur í umhverfinu, örverusamfélög og örveruþekjur, örverur í sjó, vatni og á þurru landi, loftgæði innanhúss og áhrif sveppa. Fjallað verður um sýkla í umhverfinu, áhættumat og eftirlit, líffræðilega hreinsun með hjálp örvera, metanframleiðslu og hlýnun jarðar. Farið verður í vettvangsferðir í sorphreinsistöðvar og skólphreinsistöðvar. Nemendur lesa og kynna efni sérvalinna rannsóknargreina í umræðutímum.

Þetta námskeið er að hluta til samkennt með Örverufræði II (LÍF533M) og er ætlað fyrir nemendur sem ekki hafa lokið Örverufræði (LÍF201G ) eða sambærilegu námskeiði.

Fyrirlestrar verða í viku 1-5 og svo viku 11-14. Verkleg kennsla í viku 2-5 og vettvangsferðir og umræðutímar í viku 11-14.

X

Umhverfisstjórnun fyrirtækja (UAU108F)

Í þessu námskeiði er leitast við að kanna ábyrgð fyrirtækja gagnvart umhverfinu. Miðað er við virka þátttöku nemenda með því að greina málefnum sem tengjast fyrirtækjum, umhverfismálum og hagaðilum, en það er t.d. gert með hermileikjum (simulations) og tilviksgreiningum (case studies).

Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á og kenna nemendum að velja og nota nauðsynleg tæki til að leggja mat á markmið og taka ákvarðanir þegar kemur að umhverfis- og auðlindastjórnun í samhengi við sjálfbæra þróun. Þar má t.d. nefna Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Global Reporting Initiative og fleira.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta. Í hluta eitt munum við kanna hver er uppruni og merking á ábyrgð fyrirtækja. Í öðrum hluta er lögð áhersla á það hvernig má stjórna og innleiða ábyrgð fyrirtækja. Í þriðja hluta munum við læra um ábyrgð fyrirtækja út frá áhrifum, gagnrýni og framtíðarhorfum.

Í lok námskeiðsins er gert ráð fyrir að nemendur hafi að nemendur hafi öðlist fræðilegan skilning á viðfangsefninu, geti beitt þeim aðferðum sem kenndar hafa verið og séu læsir á upplýsingar sem snúa að fyrirtækjum, umhverfistengdum viðfangsefnum þeirra og árangri og áhrifum.

X

The Arctic Circle (UAU018M)

Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.

Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:

  • Bráðnun íss og öfgakennd veður
  • Hlutverk og réttur innfæddra
  • Öryggismál á norðurslóðum
  • Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
  • Byggðaþróun
  • Innviðir flutningakerfa
  • Orkumál
  • Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
  • Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
  • Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
  • Vísindi og þekking frumbyggja
  • Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
  • Vistkerfi og haffræði
  • Sjálfbær þróun
  • Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
  • Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
  • Auðlindir á norðuslóðum
  • Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
  • Úthöfin á norðurslóðum
  • Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
  • Jarðfræði og jöklafræði
  • Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
  • Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya

Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.

Arctic Circle Assembly verður 17. - 19. október 2024 í Hörpu.

Nemendur greiða skráningargjald á ráðstefnuna. Gjaldið er almennt nemendagjald með afslætti. 

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Aflfræði veðurs (EÐL515M)

Fjallað verður um jöfnur þær sem liggja til grundvallar ástandi og breytingum í lofthjúpnum og þeim beitt til að lýsa stórum og smáum veðrakerfum, þrýstivindi, hvirfilvindi, sólfarsvindi, vindbreytingum með hæð við jörðu og í háloftum, uppstreymi og úrkomu. Þyngdarbylgjur og Rossby-bylgjur. Nærþrýstivindakerfi, iðujafna, lóðstreymisjafna og þrýstispájafna. Nærþrýstivindakerfi við fjöll.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Lífsferilsgreining (UAU215F)

Markmið: Að nemendur geti beitt aðferðum lífsferilsgreiningar til að greina umhverfisáhrif sem hljótast af framleiðslu og ferlum. Nemendur munu svo læra að skila niðurstöðum lífsferilsgreinina á réttan hátt og framkvæmt samanburðar- og næmnigreiningar. Einnig munu nemendur geta fundið svokallaða heita reiti innan lífsferla vöru eða framleiðsluferils sem hægt er að nýta til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Síðast en ekki síst munu nemendur læra að tileinka sér kerfislæga hugsun sem nauðsynleg, einn af grunnhæfniþáttum sjálfbærni.

Efni: Námskeiðið kennir nemendum að greina lífsferil vöru frá vöggu til grafar með aðferðum lífsferilsgreiningar (LCA). LCA er notað til að meta umhverfisáhrif vöru, framleiðsluferils eða þjónustu. Markmiðið með LCA er að bera saman líkar vörur, ferla og þjónustu. Einnig getur markmiðið verið að meta hvar í ferli hverrar vöru, ferils eða þjónustu hvar mestu neikvæðu umhverfisáhrifin verða. Þær upplýsingar nýtast við hönnun vörunnar sé um nýja vöru að ræða, eða til að breyta framleiðsluferlum og þannig lágmarka umhverfisáhrif. Einblínt verður að því að kenna bæði aðferðafræðina og hvernig hægt er að nota LCA sem verkfæri. Í námskeiðinu er farið í gegnum aðferðarfræðina allt frá skilgreiningu markmiðs, aðgerðareiningar og kerfismarka, útreikninga á notkun auðlinda og losun efna til andrúmslofts, vatns og jarðvegs. Svo bætist við túlkun niðurstaðna og næmnigreiningar. Einnig eru kynntar mismunandi aðferðir, hugbúnaður hugbúnaður til að reikna út umhverfisáhrif og notkun gagnabanka notaðir eru til þess að framkvæma lífsferilsgreiningar. Námsmat miðast við þátttöku í kennslustundum og skilum á einstaklings og hópaverkefnum sem unnin eru  námskeiðinu.

Þessi áfangi eykur færni nemenda á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna númer 6, 7, 9, 11, 12, 13, 14 and 15.

Kennsluhættir: Kennt er með fyrirlestrum, tímaverkefnum, einstaklings heimaverkefnum og hópverkefnum.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Greiningartækni (JAR215F)

Námskeiðið Greininartækni samanstendur af fyrirlestrum og æfingum.  Í námskeiðinu verður farið yfir söfnun sýna af gasi, vatni og bergi, sýnaundirbúningur, nákvæmni og  samkvæmni efnagreininga. Fræðilegur grundvöllur fyrir mælitæki og mælingaraðferðir, m.a. geislarófsmælingu,  mælingar með jónaskilju og gasskilju, ICP tækjum, títrunum, XRD, SEM og örgreini. Námskeiði er kennt á 14 vikna tímabili.  Í viku 1-7 verður farið fyrirlestrar á netinu, ásamt ritgerð og prófum.  Í viku 8-14 verða síðan verklegar æfingar á rannsóknarstofum í jarðefnafræði.  Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Fráveitur og afrennsli í borg (UMV602M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í söfnun og flutning fráveituvatns og afrennslis í borg. Námskeiðið fjallar um viðfangsefni Sjálbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna nr. 6 (hreinlætisaðstaða) og nr. 11 (Sjálfbærar borgir). 

Efnisinnihald: Efnafræðilegir og líffræðilegir eiginleikar skólps og afrennslis af götum. Tegundir og magn skólps. Hönnun fráveitukerfa: Rennslisreikningar, leyfilegur halli lagna, rennslishraði, Mannings jafnan. Uppbygging kerfa:  Lagnir og leiðslur, brunnar, dælustöðvar og yfirföll í sjó. Bygging, rekstur og endurbætur á skólpkerfum. Magn regnvatns: Úrkomustyrkur, varandi, endurkomutími og afrennslisstuðlar. Orsakir og eiginleikar flóða í þéttbýli á Íslandi. Aðlögun að loftslagsbreytingum með blágrænni, sjálfbærri regnvatnsstjórnun. Geta jarðvegs til að taka við ofanvatni í köldu loftlsagi. 

Námskeiðið innifelur hönnunarverkefni fyrir fráveitur, upplýsingaöflun og greiningu gagna. 

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

X

Vatnsveitur og heilnæmi neysluvatns (UMV601M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í hönnun og rekstur vatnsveitukerfa, og hvernig gæði neysluvatns eru best tryggð. Einnig að veita innsýn í hönnun vatnsveitna með einfaldari lausnum á dreifbýlum svæðum.

Efnisinnihald:  Lagarammi vatnsveitna. Kröfur um vatnsgæði og fyrirbyggjandi eftirlit til að tryggja heilnæmi vatns. Helstu þættir sem valdið geta mengun vatns. Vatnsþörf og hönnunarstærðir.  Vatnslindir, virkjun vatnsbóla og vatnsöflun.  Helstu þættir vatnshreinsunar.  Miðlunartankar og ákvörðun á nauðsynlegri stærð þeirra. Dælugerðir og val á dælum. Hönnun aðveituæða og dreifikerfis. Pípugerðir og eiginleikar þeirra. Lokar og brunahanar.

Nemendur vinna sjálfstætt að hönnun lítillar vatnsveitu frá vatnstöku að inntaki til notenda og innra gæðaeftirliti vatnsveitna með áhættugreiningu og skipulagi á aðgerðum til að fyrirbyggja mengun. Einnig verður farið í skoðunarferð til vatnsveitu.

X

Orkuvalkostir framtíðar (UAU213M)

Mannkynið er háð orku fyrir nánast allar athafnir í daglegu lífi. Helsti orkugjafinn sem notaður er í heiminum er jarðefnaeldsneyti, en sú staðreynd að mengun samfara notkun þess (gróðurhúsaáhrif, svifryk, ...) og að jarðefnaeldsneyti er í endanlegu magni, veldur því að leitin að öðrum orkugjöfum verður sífellt mikilvægari. Sjálfbærni í orkunotkun er krafan og í þessu námskeiði skoðum við mögulega valkosti í leit okkar að sjálfbærri orku. Til dæmis skoðum við vatnsafl, jarðvarma, sjávar-, vind- og sólarorku og lífeldsneyti (jafnvel kjarnorku). Einnig verður yfirlit yfir núverandi orkunotkun og jarðefnaeldsneyti.

Fyrir hvern orkugjafa verður farið yfir helstu lögmál er varða þá orku sem nýta skal. Einnig verður skoðað hverskonar umhverfisáhrif nýting getur haft í för með sér, stefnumótun og hagfræðilegar hliðar orkuvalkosta.

X

Vatnsaflsvirkjanir (UMV605M)

Ísland sker sig úr í alþjóðlegum samanburði að því leyti að nánast öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Vatnsafl er önnur af tveimur mikilvægustu orkulindum á Íslandi, ásamt jarðvarma.   

Markmið: Veita innsýn í tæknina og rannsóknirnar við virkjun vatnsafls, með sérstaka áherslu á íslenskar aðstæður. Þetta er lykilnámskeið í kjörsviðum í vatnaverkfræði og endurnýjanlegri orku, og snertir sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu Þjóðanna nr. 7, sjálfbær orka. 

Efni: Virkjanlegt afl. Helstu burðarliðir í vatnsaflsvirkjun. Byggingarverkfræðileg hönnun yfir líftíma virkjunar, bæði neðanjarðarmannvirki (göng, stöðvarhús) svo og ofanjarðar (stíflur, yfirföll). Lagalegt umhverfi.  Öryggis, umhverfis og heilsu sjónarmið yfir líftíma virkjunar. Ís og setmyndun. Vélfræðileg hönnun og rekstur, t.d. túrbína. Framleiðsla rafmagns.

Námsmat

Námskeiðið samanstendur af verkefnum unnum á misseri, og munnlegu lokaprófi í lok misseris.

Námsfyrirkomulag

Námskeiðið byggir á sjálfsnámi og sjálfstæðri verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir vikulegum fundum, 3 x 40 mín í senn. Gert er ráð fyrir einni vettvangsheimsókn. Námskeiðið er kennt á ensku. 

Nemendur á eftirfarandi kjörsviðum ganga fyrir um skráningu í námskeiðið: Endurnýjanleg orka - orkuverkfræði, vatnaverkfræði.

X

Umhverfishagfræði (UAU206M)

Í þessu námskeiði er fjallað um ýmsar veigamiklar hliðar umhverfishagfræði. Rætt er um efnahagslegt gildi umhverfisins, mismunandi not þess, kostnað við umhverfisrýrnun og svokallaða "græna" landsframleiðslu. Ennfremur er fjallað sérstaklega um land, landnotkun og landvirði. Þá er geta markaðskerfisins til að framkalla hagkvæma nýtingu umhverfisins rannsökuð, aðferðir til að lagfæra "mistök" í því efni skoðaðar og bornar saman við hugmyndir umhverfissinna.

X

Umhverfistækni (UMV402G)

Objectives: This course is to provide the students an overview of treatment and reutilization technology in wastewater engineering, air pollution control engineering, and solid & hazardous waste engineering.

Topics: In this course, three major topics are covered:

(1) Treatment and reutilization technology in wastewater engineering, including wastewater and storm water systems; physical, chemical, and biological wastewater treatment unit processes; industrial wastewater treatment; advanced wastewater treatment and reclamation technology; sludge treatment and disposal technology

(2) Treatment and reutilization technology in air pollution control engineering, including techniques for air pollution measurements; sulphur oxides and nitrogen oxides abatement techniques; VOCs and HCs abatement techniques; particulate matters abatement techniques; Control technique of mobile source pollutants.

(3) Treatment and reutilization technology in solid & hazardous waste engineering, including waste minimization and processing,    biochemical waste conversion, thermal waste transformation, waste disposal, hazardous waste treatment and reuse.

Teaching: Lectures (teaching lecture, tutorial lecture, lab lecture), homework, and a mini-research project. Lectures introduce the fundamentals and advances of treatment and reutilization technology in environmental engineering (focusing on wastewater, air, and solid waste). Homework is assigned to help students review the lecture contents and practice technical calculation questions. Tutorial lectures are provided to discuss solutions of homework assignments with students. Lab lecture is performed in the research lab to demonstrate selected treatment processes and allow students hands-on practice. In the project, students review literatures of a selected topic relating to advanced treatment technology, write a report, and give an oral presentation.

The course is suitable for students specializing in Civil or Environmental Engineering, Chemical Engineering, other engineering fields, Environment and Natural Resources, Life and Environmental Science.

X

Stefnumiðuð samfélagsábyrgð fyrirtækja (UAU247F)

Í þessu 13 vikna námskeiði er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Námskeiðið tekur mið af þeirri hugmynd að þótt stjórnvöld og óhagnaðardrifin félög skipti sköpum fyrir nútímasamfélag eru það fyrirtæki sem leggja grunn að þeirri verðmætasköpun sem velferð samfélagsins byggist á, auk þess sem þau eiga sinn hlut í þeim vandamálum sem við er glímt. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin áhrif á samfélagið sem samanstendur af fjölmörgum hagaðilum sem og náttúrulegu umhverfi. Á móti kemur að það er samfélagið sem mótar leikreglur sem fyrirtæki starfa eftir sem og þær væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi. Þar á meðal má nefna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, t.d. markmið 1-5, 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 16, Parísarsamkomulagið, grundvallarviðmið Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, Evrópsku ESRS sjálfbærnistaðlana, GRI skýrslugerðarstaðlana o.fl. Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags (í víðasta skilningi þess orðs) og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja en nálgast þarf viðfangsefnið á stefnumiðaðan hátt.

Burtséð frá persónulegum skoðunum fólks á samspili viðskipta og samfélags þá eru hagnaðardrifin fyrirtæki mikilvæg. Í þessu námskeiði er leitast við að kanna víddir slíks samspils frá sjónarhóli ólíkra hagaðila. Það er gert á gagnvirkan hátt, með því að skoða og greina málefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, með hermileikjum (simulation) og með tilviksrannsókn (hópverkefni).

Námskeiðinu er skipt upp í sex megin hluta. Í fyrsta hluta er skoðað hvað samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja merkir, hverjir eru drifkraftar samfélagsábyrgðar. Í öðrum hluta er sjónum beint að sjónarhorni hagaðila og í þriðja hluta er fjallað um lagalega þætti. Í fjórða hlutanum er fjallað um hegðunarsjónarmið, í fimmta hlutanum um stefnumarkandi þætti samfélagsábyrgðar og í sjötta hlutanum um er áhersla lögð á sjálfbæra sýn og sjálfbæra verðmætasköpun.

X

Mat á umhverfisáhrifum 1 (UMV205M, UMV205M)

Markmið: Að kynna hugmyndafræði og þær aðferðir, sem notaðar eru við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og á umhverfismati sem samfléttuðum þáttum við gerð skipulagsáætlana.

Efni: Ástæður og aðdragandi lagasetningar um mat á umhverfisáhrifum og hvernig framkvæmd mats er háttað á Íslandi. Aðferðafræði; gátlistar, töflur, glæruaðferðir og flæðirit. Notkun landfræðilegra upplýsingakerfa (LUK), sem byggjast á stafrænum kortagrunnum og gagnasöfnum. Fræðasvið, sem nýtast við matið; landfræði, vistfræði, straumfræði, jarðfræði, efnafræði, lögfræði, félagsfræði, hagfræði og fagurfræði. Aðferðir við framsetningu á matinu; skýrslugerð, myndræn framsetning og tölvugrafík. Dæmi um notkun mats á umhverfisáhrifum við undirbúning og hönnun mannvirkja; losun og förgun úrgangsefna, vega- og línulagnir, brýr, hafnir og flugvellir, verksmiðjur og einstök mannvirki. Einnig ný aðferðafræði um hvernig þarf að flétta aðferðir MÁU inn í gerð skipulagsáætlana, á þann veg að skipulags-, landnýtingar og staðarvalsákvarðanir taki mið af umhverfissjónarmiðum. Hópverkefni, sem tengjast efni námskeiðsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Vatnsgæði (UMV121F)

Iðn- og fólkvæðing hefur leitt til hnignunar vatns og jarðvegsgæða. Þetta námskeið kannar lífsferil helstu mengunarvalda í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi: frá uppsprettu, örlögum þeirra í umhverfinu, hvernig menn verða fyrir menguninni, leiðir til þess að endurheimta (og hreinsa) vatnshlot og jarðveg í anda sjálbærnismarkmiðs Sameinuðu þjóðanna (nr. 14-15). Kúrsinn veitir fræðilegan grunn til þess að áætla styrkleika mengunar í vatni og jarðvegi.

Viðfangsefni: Mengunarvaldar í yfirborðsvatni, grunnvatni og jarðvegi. Flutningur og þynning mengunar. Stöðugleiki vatns og vindblöndun. Stærðfræðilegar lausnir til þess að meta styrk mengunar í ám, vötnum, fjörðum og grunnvatni. Mengun á föstu formi, botnfelling og endurupptaka. Flutningur gastegunda og súrefnisþurrð. Efnafræðileg hrörnun mengunarvalda. Sig mengunar í jarðvegi. Endurheimt og hreinsun mengaðs vatns og jarðvegs.

Kennsla fer fram á ensku í formi fyrirlestra, umræðna um staðbunding og hnattræn mengunarslys, og hagnýtra rannsóknarverkefna. Nýjar rannsóknir sem viðkoma vatns- og jarðvegsmengun á Íslandi verða rýndar.

X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Lokaverkefni: verkefnastjórnun, ritfærni og kynning (VON001F)

Námskeiðið fjallar um inngang að vísindalegum aðferðum, siðfræði vísinda í háskólasamfélaginu. Einnig verður farið í hlutverk nemanda, leiðbeinanda og prófdómara. Tekin verða fyrir árangursrík og heiðarleg samskipti sem og gerð fræðilegrar umfjöllunar með notkun gagnasafna og réttri heimildanotkun. Gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknaðferðir verða kynntar og einnig hagnýt framsetning tölulegra gagna. Farið verður í verklag við gerð fræðiritgerða, hvernig skipta á stóru verkefni niður í smærri einingar, gerð áætlunar og tímalínu og hvernig á að fylgja þeim. Lífið eftir brautskráningu og vinnumarkaðurinn.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Náttúruhamfarir (UMV114F)

Námskeiðinu er ætlað að kynna aðferðafræði til að þróa sviðsmyndir sem lýsa hvernig náttúruhamfarir geta haft áhrif á byggð.

Sviðsmyndir eru forsendur fyrir gerð skamm- og langtíma viðbragðsáætlana. Án skilnings á því sem gæti gerst, þ.e., tegundir tjóna, umfang, líkur og afleiðingar, mun gerð viðbragðsáæltana skorta stefnu og samhengi. Sviðsmyndir eru byggðar á fræðilegri áhættugreiningu.

Gerður er greinarmunur á kyrri sviðsmynd, sem lýsir ástandi á tilteknum tíma (t.d., fjöldi slasaðra og skemmdra húsa m.t.t ákveðinnar tímasetningar) og tímaháðri sviðsmynd sem setur röð afleiðinga á tímalínu.

Nemendur munu læra að greina jarðskjálftavá, flóðavá og eldgosavá.

Farið yfir hvernig sviðsmyndir eru hannaðar út frá sjónarhóli hagsmunaaðila. Hagsmunaaðilar eru þeir 1) sem bera ábyrgð á því að viðbragðsáætlunin sé gerð, 2) sem skrifa áætlunina, 3) sem nota hana og 4) sem áætlunin er ætlað að hjálpa. Skilgreina þarf alla hagsmunaaðila við upphaf gerð sviðsmynda

Á námskeiðinu er farið yfir framsetningu á sviðsmyndum. Skoðuð eru dæmi um sviðsmyndir sem gerðar hafa verið og nemendur eru hvattir til að leita að nýjum og betri leiðum.

Nemendur munu leysa verkefni til þróa hæfni sína við að búa til sviðsmyndir fyrir breytilegar vár og hagsmunaaðila

Innihald námskeiðs

1.     Viðlagastjórnun

a.      Markmið og gildi

b.      Skilgreiningar og vísindaleg þekking

c.      Þekkingarstofnanir, vefsíður

d.      Forvarnagreining

e.      Mismunandi viðbragðsáætlanir (skemmdarferli, lífsbjargandi, neyðaraðstoð, og endurreisn)

2.     Verkfræðileg nálgun að sviðsmyndagerð

a.      Aðferðir til að áætla tjón og tap

b.      Hættu (vá, ógn) greiningar

c.      Gagnasöfnun á eignir í hættu

d.      Framsetning á sviðsmyndum

3.     Hagsmunaaðilagreining

a.      Tegundir: Eigandi, verkefnastjóri, notandi og þiggjandi

b.      Gagnagreining m.t.t. hagsmunaaðila

4.     Verkefni við gerð sviðsmynda fyrir mismundandi hættur og hagsmunaaðila

X

Berg- og sprengitækni (BYG121F)

Markmið:

Að veita nemendum þjálfun og færni í að beita undirstöðuatriðum aflfræði bergs við hönnun og framkvæmdir mannvirkja í bergi..

Innihald:

A: Bergtækni. Bergrunnurinn sem byggingarefni. Forkannanir á berggrunninum, vettvangs- og tilraunastofuprófanir. Styrkur bergkjarna og sprungna. Gæðaflokkun á bergi. Bergrúmagerð, jarðgangnagerð. Spennur og færslur við holrúm í bergi. Styrking bergs. Vatn í bergi. Stæðni bergfláa. B: Sprengitækni. Eiginleikar sprengiefna, sprengiefnategundir, hleðslur, hvellhettur, tímaseinkun. Bormynstur, hleðslureikningar, ofanjarðar- og neðanjarðarsprengingar, sprengingar undir vatni, bylgjuútbreiðsla, sprengingar í þéttbýli.

X

Jarðtækni og grundun 2 (BYG116F)

Markmið:

Að veita nemendum þjálfun og færni í að beita undirstöðuatriðum grundunar við hönnun mannvirkja.

Inntak:

Jarðtæknilegir eiginleikar jarðvegs. Grunnar undirstöður; burðarþol jarðvegs, sig. Láréttur þrýstingur í jarðvegi, stoðveggir, stálþil, stög og akkeri. Djúpar undirstöður; staurar, staurarekstur, stauraþyrpingar. Stöðugleiki fláa, stöðugleikaútreikningar, sneiðaaðferðir. Styrking jarðvegs. Hönnunarstaðlar, EC7. Jarðdúkar.

X

Hagnýtt línuleg tölfræðilíkön (STÆ312M)

Í námskeiðinu er fjallað um einfalda og fjölvíða aðhvarfsgreiningu ásamt fervikagreiningu (ANOVA) og samvikagreiningu (ANCOVA). Að auki er farið í tvíkosta aðhvarfsgreiningu (binomial regression) og rætt um hugtök því tengt, svo sem gagnlíkindi (odds) og gagnlíkindahlutfall (odds ratio).
Námskeiðið er framhald af dæmigerðu grunnnámskeiði í tölfræði sem kennd eru á hinum ýmsu sviðum skólans. Farið verður í aðferðir til að meta stika í línulegum líkönum, hvernig smíða má öryggisbil og kanna tilgátur fyrir stikana, hverjar forsendur líkananna eru og hvað hægt sé að gera sé þeim ekki fullnægt. Verkefni eru unnin í tölfræðihugbúnaðinum R.

X

Hagnýt Bayesísk tölfræði (STÆ529M)

Markmið: Að kenna nemendum að beita ýmsum aðferðum úr Bayesískri tölfræði fyrir greiningu gagna. Námsefni: Fræðileg undirstaða Bayesískrar ályktunartölfræði, fyrirframdreifingar, gagnadreifingar og eftirádreifingar. Bayesísk ályktunartölfræði fyrir stika í einvíðum og margvíðum líkindadreifingum: tvíkosta-; normal-; Possion; veldis-; margvíð normal-; fjölkostadreifing.  Mat á gæðum líkans og samanburður á líkönum: Bayesísk p-gildi; deviance information criterion (DIC). Bayesísk hermun: Markov keðju Monte Carlo (MCMC) aðferðir; Gibbs sampler; Metropolis-Hastings skref; mat á samleitni. Línuleg líkön: normal línuleg líkön; stigskipt normal línuleg líkön; almenn línuleg líkön. Áhersla á greiningu gagna með forritum eins og Matlab og R.

X

Tímaraðagreining (IÐN113F)

Markmið: Að veita bæði hagnýta og fræðilega þekkingu í gerð líkana, mati á stikum og spám í kvikum kerfum. Námsefni: ARMAX og önnur hliðstæð ferli og helstu eiginleikar þeirra. Meðhöndlun á óstöðnuðum ferlum. Sjálffylgni- og samfylgniföll. Mismunandi aðferðir við rófgreiningar. Mat á stikum, þar á meðal aðferð minnstu kvaðrata og sennileikaaðferðin. Tölulegar aðferðir við lágmörkun markfalla. Fjallað er um ýmis vandamál sem geta komið upp við líkangerð, svo sem ef mælingar vantar eða þær eru óeðlilegar. Inngangur að ólínulegum tímaraðalíkönum. Stakræn kerfi á ástandsformi. Lögð er áhersla á að leysa hagnýt verkefni.

X

Himnutækni (UMV501M)

Markmið: Kynna fjölbreytta hagnýtingu á himnutækni, t.d. á sviði veitna (vatns- og fráveitur), umhverfismála, matvælaiðnaðar, lyfjaiðnaðar og efna/lífefnaiðnaðar. 

Efnisatriði: (1) Himnutækni sem lausn í iðnaðarframleiðslu (aðskilnaður og hreinsun fæðuefna, lyfja og efnavara) og í umhverfismálum (vatns- og skólphreinsun; stýringu loftgæða; endurheimt og endurnotkun næringarefna); (2) Hráefni í himnum, framleiðsla og aðlögun; (3) Eðlis-, efna- og vélfræðilegir eiginleikar himna og ákvörðun þeirra; (4) Flutningur og dreifing efna um himnur; (5) Örveruvöxtur á himnum og mótvægisaðgerðir; (6) Rekstrareiningar í himnukerfum (m.a. örsíun, fínsíun, nanósíun, öfug osmósa, framgeng osmósa, þrýstingshömluð osmósa, himnueimun, rafskiljun, gas aðskiljun) og hagnýting þeirra í iðnaði; (7) Samsett himnuferli og hagnýtingar; (8) Kerfishönnun himna.

Kennsluhættir: Fyrirlestrar, dæmatímar, verklegar æfingar og hópverkefni. Fyrirlestrar eru notaðir til að kynna fræðilega hluta himnutækni og hagnýtingar hennar á fjölbreyttum sviðum. Dæmatímar eru notaðir til að ræða og útskýra útreikninga og lausnir verkefna. Verklegar æfingar eru framkvæmdar í tilraunastofu til að kanna valin himnuferli og veita stúdentum verklega reynslu. Í hópverkefni framkvæma stúdentar heimildarýni á völdu efni sem tengist himnutækni, skrifa skýrslu og gefa munnlega kynningu á efninu. 

Námskeiðið hentar einnig stúdentum sem eru að sérhæfa sig í öðrum fögum en umhverfis- eða byggingarverkfræði, svo sem, efnaverkfræði, iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði, lífverkfræði, matvælafræði.

X

Grunnvatnsfræði (JEÐ502M)

Sjö vikna námskeið (kennt fyrri 7 vikur haustmisseris). Námskeiðið verður kennt ef þátttaka er nægileg. Námskeiðið kann að verða kennt sem lesnámskeið

Grunnvatn í jörðu, vatn í jarðvegi, gerðir og eiginleikar vatnsleiðara (poruhluti, heldni, gæfni, forðastuðlar, opnir, lokaðir og lekir vatnsleiðarar, einsleitir vatnsleiðarar, stefnuóháð og stefnuháð lekt).  Eiginleikar grunnvatnsflæðis, lögmál Darcy, grunnvatnsmætti, lektarstuðull, vatnsleiðni, innri lekt.  Lektarstuðull í bæði einsleitum og stefnuháðum vatnsleiðurum, straumlínur og straumlínunet, stöðugt og óstöðugt flæði um opna, lokaða og leka vatnsleiðara.  Almennar flæðijöfnur grunnvatns.   Grunnvatnsflæði að borholum, niðurdáttur, dæluprófanir, eiginleikar vatnsleiðara út frá dæluprófunum, nýting grunnvatnsborholna, ferskvatnslinsur og jarðsjór, flutningur efna með grunnvatni, gæði grunnvatns, mengun.  Dæmi um grunnvatn og nýtingu þess á Íslandi, reiknilíkön af grunnvatnsflæði.  Nemendur vinna þverfaglegt verkefni um grunnvatn og nýtingu þess.

X

Tilraunastofa í umhverfisverkfræði (UMV502M)

Námskeiðið veitir nemendum þjálfun í framkvæmd tilrauna á fagsviði umhverfisverkfræðinnar. Nemendur hljóta þjálfun í grunnfræðunum, í greiningartækni á vatnsgæðum, læra að framkvæma hátækni skólphreinsun, safna og greina gögn og undirbúa skýrslu með niðurstöðum mælinga. Tveggja manna teymi vinna sjálstætt að framkvæmd tilrauna með áherslu á að hámarka rekstraraðstæður og ná sem mestum árangri í hreinsun vatns. Námskeiðið veitir tæknilega sérfræðikunnátta til grundvallar sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna nr. 6 (hreint vatn og hreinlætisaðstaða og nr. 14 (líf í vatni).

Projects in Fall 2024: (1) Mitigation of microplastic fibres during membrane filtration of wastewater (focusing on microfiber detection, microfiber transport and interaction with membrane, and water quality); (2) Electrodialysis membrane process for nutrient recovery from wastewater (focusing on 3D-printed system design, membrane performance, and water quality). Students will select one project for fulfilling this course.

X

Sjálfbær borg (UMV122F)

Námskeiðið leggur áherslu á mismunandi sjónarhorn á sjálfbærni í samhengi borga og annarra mannabyggða, og að lokum á spurninguna um hvað hugtakið sjálfbær borg þýðir. Hugmyndir um einnar plánetu mörk og öruggt athafnarými eru færðar yfir í samhengi borga til að sýna hlutverk þeirra í leitinni að sjálfbærum lifnaðarháttum, og til þess að sýna þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo að borgin geti verið raunverulega sjálfbær. Námskeiðið kynnir nemendum fyrir helstu atriðum í þremur stoðum sjálfbærnis í samhengi mannabyggða. Hvað er vistfræðileg sjálfbærni þegar það kemur að borgum og öðrum mannabyggðum? Félagsleg? Efnahagsleg? Hvernig getum við sameinað þetta þrennt til að skapa sannarlega sjálfbæra mannabyggð? Velferð, hagvöxtur, bein og óbein vistfræðileg áhrif, tæknilegar og samfélagslegar lausnir og „feedback loops“ á milli þeirra er kynnt og rætt á gagnrýninn hátt.

X

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði (UMV123F)

Námskeiðið fjallar um ýmsa þætti tengda hringrásarhagkerfinu sem eru settir í samhengi byggingariðnaðarins, og miðar að lokum að því að svara spurningunni hvort umskipti byggingariðnaðarins yfir í hringrás séu möguleg. Fjallað verður um viðfangsefnið á hagnýtan hátt, með hliðsjón af umhverfislegum, lagalegum, pólitískum og efnahagslegum þáttum. Kjarnahugtök í hringrásarbyggingum verða kynnt (endurnýting og endurvinnsla efnis, hönnun fyrir sundurtöku/aðlögunarhæfni og möguleiki á samnýtingu rýmis) út frá raunverulegum dæmum. Námskeiðið mun kynna nemendum fyrir núverandi áskorunum og þeim möguleikum sem tengjast hringrásarbyggingu í íslensku, norrænu og evrópsku samhengi. Að lokum verða þær aðferðir, sem til eru við að mæla hversu hringlaga byggingar eru, ræddar á gagnrýnin hátt. Á grundvelli þess sem kennt er í námskeiðinu, leggja nemendur til lausnir við að auka hringrás ákveðins húss, byggt á efnisskrá þess.

ATH: Námskeiðið er ætlað meistaranemum í Byggingaverkfræði, Umhverfisverkfræði og Umhverfis- og auðlindafræði.

X

Lokaverkefni (UMV441L)

Meistaraverkefni er rannsóknar- og/eða verkfræðilegt hönnunarverkefni unnið undir handleiðslu meistaranefndar. Meistaranemandi velur verkefni í samráði við umsjónarkennara sem almennt er einnig leiðbeinandi. Val er um 30 eða 60 eininga meistaraverkefni (eitt eða tvö misseri). Í 30 eininga verkefni er áhersla á verkfræðilega hönnun eða rannsókn sem hentar nærumhverfi en í 60 eininga verkefni er leitað eftir vísindalegu framlagi til alþjóðlegs umhverfis sem er birtanlegt á ritrýndum vettvangi. Meistaranemandi skrifar meistararitgerð skv. sniðmáti sviðsins og ver ritgerðina í meistaravörn. Ytri prófdómari og meistaranefnd meta ritgerðina, verkefnið og vörnina til einkunnar skv. matskvarða deildarinnar sem er á Uglu. Nemandinn skilar meistararitgerð og veggspjaldi. Meistaranefndin getur óskað eftir að nemandi láti prenta ritgerðina og afhenda prófdómara og meistaranefnd eintök. Vinsamlegast kynnið ykkur gátlista fyrir brautskráningu og reglur um meistaranám.

X

Vatnsaflsvirkjanir (UMV605M)

Ísland sker sig úr í alþjóðlegum samanburði að því leyti að nánast öll raforka er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Vatnsafl er önnur af tveimur mikilvægustu orkulindum á Íslandi, ásamt jarðvarma.   

Markmið: Veita innsýn í tæknina og rannsóknirnar við virkjun vatnsafls, með sérstaka áherslu á íslenskar aðstæður. Þetta er lykilnámskeið í kjörsviðum í vatnaverkfræði og endurnýjanlegri orku, og snertir sjálfbærnimarkmiði Sameinuðu Þjóðanna nr. 7, sjálfbær orka. 

Efni: Virkjanlegt afl. Helstu burðarliðir í vatnsaflsvirkjun. Byggingarverkfræðileg hönnun yfir líftíma virkjunar, bæði neðanjarðarmannvirki (göng, stöðvarhús) svo og ofanjarðar (stíflur, yfirföll). Lagalegt umhverfi.  Öryggis, umhverfis og heilsu sjónarmið yfir líftíma virkjunar. Ís og setmyndun. Vélfræðileg hönnun og rekstur, t.d. túrbína. Framleiðsla rafmagns.

Námsmat

Námskeiðið samanstendur af verkefnum unnum á misseri, og munnlegu lokaprófi í lok misseris.

Námsfyrirkomulag

Námskeiðið byggir á sjálfsnámi og sjálfstæðri verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir vikulegum fundum, 3 x 40 mín í senn. Gert er ráð fyrir einni vettvangsheimsókn. Námskeiðið er kennt á ensku. 

Nemendur á eftirfarandi kjörsviðum ganga fyrir um skráningu í námskeiðið: Endurnýjanleg orka - orkuverkfræði, vatnaverkfræði.

X

Hafna- og strandverkfræði (UMV205F)

Hafnamannvirki eru ein af grunnstoðum íslensks efnahags og samfélags. Hafnir gegna lykilhlutverki í sjávarútvegi, inn- og útflutningi vara, í samgöngum almennings og ferðamanna. Strandmannvirki vernda byggðir fyrir flóðum eða landbrots af völdum ágangs sjávar. Siglingasvið Vegagerðarinnar sér um að skipuleggja, hanna og reka örugg hafna- og strandmannvirki í sátt við íslenskt umhverfi.

Markmið námskeiðsins eru að (1) veita nemendum skilning á helstu þáttum er viðkoma undirbúningsrannsóknum og hönnun hafna- og strandmannvirkja; (2) undirbúa nemendur fyrir Meistaraverkefni og mögulega störf hjá Siglingasviði Vegagerðarinnar. Námskeiðið er hluti af kjörsviði í vatnaverkfræði og hentar bæði MS nemendum í umhverfis- og byggingarverkfræði.

Námsefni: Nemendur fá grunnskilning í eðlisfræði línulegrar bylgjufræði; öldusveigju, öldubognun, hryggjun öldu og öldubroti. Líkindaúrvinnslur til mats á álagsforsendum strandmannvirkja og við mat á endurkomutíma öldu- og sjávarhæðar. Farið er yfir grunnþætti hafnaskipulags og helstu staðla, t.d. sem varða hönnunarskip, snúningsrými, breidd og dýpi innsiglingar. Pollaálag frá skipum er reiknað. Grunnþættir við hönnun brimvarnargarða, s.s. gerðir brimvarna, grjótstærð, og álagsforsendur eru rædddir.

Námsfyrirkomulag: Hafna- og strandverkfræði er skilgreint sem lesnámskeið með fáum fyrirlestrum (LF). Áhersla er lögð á sjálfsnám og sjálfstæða verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir blöndu af staðarnámi og fundum í gegnum fjarfundabúnað, og einni heimsókn til siglingasviðs Vegagerðarinnar eða hafnar. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Vatnsveitur og heilnæmi neysluvatns (UMV601M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í hönnun og rekstur vatnsveitukerfa, og hvernig gæði neysluvatns eru best tryggð. Einnig að veita innsýn í hönnun vatnsveitna með einfaldari lausnum á dreifbýlum svæðum.

Efnisinnihald:  Lagarammi vatnsveitna. Kröfur um vatnsgæði og fyrirbyggjandi eftirlit til að tryggja heilnæmi vatns. Helstu þættir sem valdið geta mengun vatns. Vatnsþörf og hönnunarstærðir.  Vatnslindir, virkjun vatnsbóla og vatnsöflun.  Helstu þættir vatnshreinsunar.  Miðlunartankar og ákvörðun á nauðsynlegri stærð þeirra. Dælugerðir og val á dælum. Hönnun aðveituæða og dreifikerfis. Pípugerðir og eiginleikar þeirra. Lokar og brunahanar.

Nemendur vinna sjálfstætt að hönnun lítillar vatnsveitu frá vatnstöku að inntaki til notenda og innra gæðaeftirliti vatnsveitna með áhættugreiningu og skipulagi á aðgerðum til að fyrirbyggja mengun. Einnig verður farið í skoðunarferð til vatnsveitu.

X

Fráveitur og afrennsli í borg (UMV602M)

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í söfnun og flutning fráveituvatns og afrennslis í borg. Námskeiðið fjallar um viðfangsefni Sjálbærnimarkmiða Sameinuðu Þjóðanna nr. 6 (hreinlætisaðstaða) og nr. 11 (Sjálfbærar borgir). 

Efnisinnihald: Efnafræðilegir og líffræðilegir eiginleikar skólps og afrennslis af götum. Tegundir og magn skólps. Hönnun fráveitukerfa: Rennslisreikningar, leyfilegur halli lagna, rennslishraði, Mannings jafnan. Uppbygging kerfa:  Lagnir og leiðslur, brunnar, dælustöðvar og yfirföll í sjó. Bygging, rekstur og endurbætur á skólpkerfum. Magn regnvatns: Úrkomustyrkur, varandi, endurkomutími og afrennslisstuðlar. Orsakir og eiginleikar flóða í þéttbýli á Íslandi. Aðlögun að loftslagsbreytingum með blágrænni, sjálfbærri regnvatnsstjórnun. Geta jarðvegs til að taka við ofanvatni í köldu loftlsagi. 

Námskeiðið innifelur hönnunarverkefni fyrir fráveitur, upplýsingaöflun og greiningu gagna. 

X

Töluleg straumfræði (VÉL215F)

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum að nota tölvur við lausn flókinna varma- og straumfræðiverkefna. Farið verður yfir grundvallarjöfnur varma- og straumfræði og tekið fyrir jaðarlag og iðustreymi og líkangerð þeirra. Fjallað um grundvallaratriði endanlegs rúmmáls-aðferðarinnar og aðferð endanlegra mismuna. Lausnaraðferðir ólínulegra jöfnuhneppa og stöðugleikalausna.

Námskeiðið er kennt annað hvert ár þegar ártal endar á oddatölu.

X

Fjarkönnun og umhverfisvöktun (LAN211F)

Lögmál og grundvallaratriði fjarkönnunar. Rafsegulgeislun, víxlverkun við lofthjúp og yfirborð jarðar. Endurvarp og eigingeislun. Eiginleikar ljósmynda, hitamynda, örbylgju- og ratsjármynda. Yfirlit yfir annars konar fjarkönnun: LIDAR, bylgjuvíxlmyndir, fjölgeisla- og jarðsjármælingar, fjarkönnun á öðrum reikistjörnum.

 Fjarkönnunargögn og aðferðir við öflun þeirra. Nemar og skannar um borð í gervitunglum og flugvélum. Upplausn mynda: rúmfræðileg, rófgreinihæfni, geislastyrkur, tími. Saga fjarkönnunar á 20. og 21. öld.

Notkun og túlkun loftmynda og gervitunglamynda. Myndvinnsla og greining: forvinna, upprétting, strekking, vinnsla með fjölda banda, stýrð og sjálfvirk flokkun, landgreiningar og rannsóknir á breytingum, líkangerð. GPS. Samfelling gagna og landupplýsinga. Framsetning og miðlun fjarkönnunargagna.

Umhverfisvöktun og gildi fjarkönnunar á ýmsum fræðasviðum: landfræði, jarðfræði og líffræði. Umhverfisvöktunarkerfi vegna snöggra og hægfara umhverfisbreytinga, náttúruvár, atburða og kortagerðar. Öflun og vinnsla rauntímagagna.

Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestarar, umræðutímar og vikuleg verkefni í tölvuveri í öflun, greiningu og túlkun fjarkönnunargagna. Unnið verður með landupplýsingakerfi, einkum ArcGIS og QuantumGIS, svo og ýmis myndvinnsluforrit. Sjálfstætt rannsóknaverkefni á sviði fjarkönnunar og umhverfisvöktunar.

X

Myndvinnsla og landgreiningar í jarðfræðirannsóknum (JAR251F)

Vikulegar æfingar þar sem nemendur vinna með eftirfarandi sérsvið:

  1. Gagnagreining og úrvinnsla með stór gagnasöfn: Google Earth Engine. Farið verður yfir notagildi, skriftir og túlkun. Unnið verður með hitagögn úr gervitunglum, tengd eldvirkni eða jarðhita, og jafnframt farið yfir helstu lögmál hitafjarkönnunar og mikilvægi leiðréttinga vegna lofthjúps. Einnig verður unnið verkefni tengt náttúrufarsbreytingum, með fjölrófsgögnum. Tvær vikur.
  2. Fjarkönnun með drónum. Lagalegt umhverfi og áskoranir við gagnaöflun. Notagildi, helstu skynjarar og tækjabúnaður. Skipulag gagnasöfnunar m.t.t. upplausnar og yfirgrips. Úrvinnsla gagna: myndmósaík, þrívíddarlíkön og flokkun. Tenging við viðkomandi fræðasvið og túlkun. Unnið verður með fjölbreytt gögn úr drónum: Ljósmyndir, hitamyndir, lidargögn. Ýmis sérhæfð forrit og búnaður. Tvær vikur.
  3. Jarðsjármælingar. Farið verður yfir eðli og notagildi jarðsjármælinga fyrir jarðvísindi og fornleifafræði. Vettvangsferð til að afla gagna og þjálfa notkun búnaðar. Túlkun og samþætting við önnur gögn. Í sömu ferð verður farið yfir notkun dróna og vettvangsgeislamælis. Ein vika.
  4. Fjölgeislamælingar. Fjallað verður um eiginleika fjölgeislamælinga og kortlagningu hafsbotnsins. Unnið verður með fjölgeislagögn í tölvuveri, útbúin þrívíddarkort sem túlkuð eru m.t.t. jarðfræði hafsbotnsins. Ein vika.
  5. Ratsjárgögn. Eiginleikar ratsjármælinga úr gervitunglum og notagildi í umhverfisvísindum og rauntímaeftirliti. Unnið verður með SNAP hugbúnað og nemendur velja sér verkefni til að vinna með: Flóðakortlagning, landhæðarbreytingar, mengunarvöktun. Ein vika.

Nemendur skrá kerfisbundið gögn af ólíkum uppruna inn í landupplýsingakerfi. Farið verður yfir ýmsar myndvinnsluaðferðir og LUK greiningar: Hnitsetningu, skerpingu, flokkun, kvörðun, greiningu á jöðrum, mynstri og breytingum, brúun, þrívíddargreiningar, rúmmálsútreikninga og líkangerð.

 

X

Umhverfisskipulag (UMV201M)

Markmið: Nemendur fá yfirsýn yfir umhverfismál í heiminum með áherslu á helstu umhverfisáhrif vegna uppbyggingar þjóðfélaga og nýtingar á auðlindum. Nemendur læra að meta og bera saman mismunandi byggðamynstur og skipulagsmarkmið með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Efnisatriði: Námskeiðið gefur nemendum yfirsýn á umhverfisvandamál bæði í nærumhverfi og í heiminum. Áherslan er á greiningu og mat á áhrifum mismunandi landnotkunar á umhverfið. Dæmi um slíkar greiningar eru rannsökuð og leitað að mögulegum skipulagslausnum. Núverandi skipulagsstefna er skoðuð og metin með tilliti til verndunar umhverfisins.

Kennsla: Fyrirlestrar og hópvinna. Fyrirlestrar verða um helstu þemu sem verður nánar fjallað um í hópverkefnum. Í fyrirlestrum verður mikið af dæmum úr fræðilegum rannsóknum kynnt. Nemendur munu einnig taka þátt í fyrirlestrum með umræðum og litlum hópverkefnum.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði (UMV037F)

Markmið er að framhaldsnemendur kynnist nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taki þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir vor- og haustmisseri en geta samtals mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F). Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara UB deildar.

X

Málstofa í umhverfis- og byggingarverkfræði með kynningu (UMV036F)

Markmið er að þjálfa framhaldsnemendur í að kynna rannsóknir og skipuleggja málstofu, auk þess að kynnast nýjum rannsóknum á fagsviðum deildarinnar og taka þátt í umræðum um rannsóknir. Lagt er upp með að hafa fjóra fyrirlestra á haustmisseri og átta fyrirlestra á vormisseri. Stúdentar geta safnað saman tímum bæði yfir haust- og vormisseri og geta mest hlotið 3 einingar fyrir málstofu (samtals UMV036F og UMV037F), eftir þátttöku. Námskeiðið er opið öllum framhaldsnemendum sem vinna rannsóknir í samvinnu við kennara Umhverfis- og byggingarverkfræði deildar.

X

Jarðskjálftaverkfræði 1 (BYG227F)

Markmið: Að veita nemendum innsýn í eðli og eiginleika jarðskjálfta og þjálfun í að meta áhrif jarðskjálfta.

Námsefni: Jarðskjálftavirkni. Upptakalíkön. Jarðskjálftabylgjur og útbreiðsla þeirra. Líkön sem lýsa yfirborðshreyfingu í jarðskjálftum og deyfingu hennar. Áhrif yfirborðslaga. Línuleg og ólínuleg jarðskjálftasvörunarróf. Kortlagning jarðskjálftavár. Miðað er við að nemendur leysi stærri verkefni undir umsjón kennara og skrifi skýrslu um þau.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Muhammad Ayesh Muneeb
Muhammad Ayesh Muneeb
Umhverfisverkfræði, MS

Námið í umhverfisverkfræði er vel uppbyggt og maður kynnist afar vel mismunandi sérhæfingu innan þess. Í náminu er fengist við mörg mikilvæg viðfangsefni, allt frá himnuverkfræði sem tengist hreinsun vatns og skólps til hönnunar stíflna til nýtingar vatnsorku og hönnunar fráveitukerfa. Kennararnir eru mikið fagfólk og búa yfir mikilli þekkingu og því hefur námið verið framúrskarandi og aukið og dýpkað þekkingu mína sem verkfræðings á sviði hollustuhátta og öryggis.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.