Skip to main content

Viltu verða grunnskólakennari?

Viltu verða grunnskólakennari? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hvernig verð ég grunnskólakennari?

Grunnskólakennaranám  er fimm ára fræðilegt og starfstengt nám, sem skiptist í 180 eininga bakkalárnám og 120 eininga meistaranám sem veitir leyfisbréf kennari.

Í grunnskólakennaranámi geta nemar valið um að sérhæfa sig í kennslu yngri barna eða í faggreinakennslu með sérhæfingu á greinasviði eða í námsgrein grunnskóla, samkvæmt aðalnámskrár grunnskóla.

Bakkalárnám

B.Ed.-gráða er 180 eininga nám sem samsvarar þriggja ára fullu námi. Námið er bæði fræðilegt og starfstengt þar sem hluti námsins fer fram á vettvangi.

Meistaranám til leyfisbréf kennari


Meistaranámið byggir á lögum nr. 95/2019 um að við brautskráningu búi kennari með sérhæfingu á grunnskólastigi yfir sérhæfðri hæfni í faggrein eða námssviðum aðalnámskrár grunnskóla. Nám sem leiða til kennsluréttinda eru skipulögð með fyrra nám umsækjenda í huga. Ef fyrra nám umsækjanda er af öðru sviði en valin námsleið á meistarastigi, er líklegt að viðkomandi þurfi að bæta við sig námskeiðum úr grunnnámi til að uppfylla kröfur um lágmarksfjölda eininga í greinasviði eða faggrein.

Tengt efni