Skip to main content

Skiptinám

Skiptinám

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla út um allan heim. Í því felast einstök tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af háskólanámi sínu við erlenda háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér sérstöðu.

Nemendur geta fengið skiptinámið metið inn í námsferil sinn við Háskólann svo dvölin þarf ekki að hafa áhrif á námstímann.

Ef sótt er um skiptinám í gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar eru ferða- og dvalarstyrkir í boði. Í sumum tilfellum bjóðast einnig styrkir til skiptináms utan Evrópu.

Hvers vegna skiptinám?

Sjáðu um hvað námið snýst

Skiptinám um víða veröld

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 400 háskóla um allan heim. Nemendur geta farið í skiptinám til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada, Mið- og Suður-Ameríku, Ástralíu, Nýja-Sjálands og Asíu.

Í leitargrunni yfir samstarfsskóla HÍ geta nemendur kannað hvaða möguleikar standa þeim til boða.

Skoða möguleika

""

Umsóknir

Sótt er um allt skiptinám til Alþjóðasviðs. 

Almennur umsóknarfrestur:
1. febrúar ár hvert

Viðbótarumsóknarfrestur um skiptinám á vormisseri 2025:
10. september 2024 - Nánari upplýsingar
 

Hvað segja nemendur?

Guðrún Guðnadóttir
Kolbrún Brynja Róbertsdóttir
Alexander Gunnar Kristjánsson
Kolbrún Sara Másdóttir
Guðrún Guðnadóttir
Iðnaðarverkfræðinemi í skipinámi við RMIT í Víetnam

Ég hef alltaf haft mikla ævintýraþrá og sá skiptinám sem kjörið tækifæri til að stunda nám og ferðast á sama tíma. Skiptinám er ómetanleg reynsla og gott veganesti út í lífið. Maður bætir tungumálakunnáttu sína og eignast góða vini með ólíkan bakgrunn. Það að hafa farið í nám erlendis sýnir ákveðið sjálfstæði og að maður sé tilbúin að takast á við krefjandi verkefni sem er mikilvægt þegar kemur að því sækja um vinnu.

Kolbrún Brynja Róbertsdóttir
Ítölskunemi í skiptinámi í Flórens, Università degli Studi di Firenze

Mig langaði rosalega að búa á Ítalíu til þess að fá tækifæri á að tala ítölskuna á hverjum degi. Skiptinámið gaf mér líka kost á að takast á við áskorunina að búa ein á nýjum stað og kynnast öðrum menningarheimi. Auk þess sem það er mikilvægt að hafa stundað nám við háskóla erlendis, og læra að fóta sig í öðruvísi háskólakerfi en maður er vanur. Sú reynsla er góður undirbúningur fyrir næstu verkefni, hvort sem er á vinnumarkaði eða í áframhaldandi námi. Skiptinám er náttúrlega frábært tækifæri til þess að læra og búa erlendis og fá styrk til þess.

Alexander Gunnar Kristjánsson
Nemi í hagnýttri stærðfræði og skiptinemi við Stokkhólmsháskóla

Ég hef aldrei hitt neinn sem sér eftir því að hafa farið í skiptinám. Þetta er mögnuð lífsreynsla og frábært tækifæri til að stunda nám í útlöndum, kynnast fullt af fólki frá ólíkum löndum og standa á eigin fótum. Þú borgar ekki skólagjöld, færð skiptinámið metið inn í námsferilinn við HÍ og getur að auki fengið ferða- og dvalarstyrk. Ég mæli hiklaust með skiptinámi.

Kolbrún Sara Másdóttir
Lögfræðinemi í skiptinámi við University of Groningen

Þegar ég byrjaði í lögfræðinni var ég ákveðin í að nýta mér möguleikann á að fara í skiptinám. Mér fannst mikilvægt að prófa að búa í útlöndum, stunda nám við annan háskóla og kynnast fólki alls staðar að úr heiminum. Skiptinámið hefur án efa aukið tækifæri mín á vinnumarkaðnum í framtíðinni, bæði hér heima og erlendis. Ég hvet alla til að fara í skiptinám og fá þannig meira út úr háskólagráðunni. Skiptinám er frábært tækifæri til að búa í útlöndum um tíma og fá dýrmæta reynslu.

Hafðu samband

Alþjóðasvið
Háskólatorgi, 3. hæð
Sími: 525-4311
Netfang: ask@hi.is
Starfsfólk Alþjóðasviðs

Opið alla virka daga, kl. 10.00-15.00