Skip to main content

Bangsaspítalinn

Bangsaspítalinn - á vefsíðu Háskóla Íslands

Lýðheilsufélag læknanema hefur á undanförnum árum boðið leikskólabörnum á aldrinum 3-6 ára að koma í heimsókn á spítalann.

Börnin koma með veika eða slasaða bangsa, önnur tuskudýr eða dúkkur til aðhlynningar.

Tilgangur verkefnisins er tvíþættur:

  • að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna, heilbrigðisstarfsfólk og spítalaumhverfið
  • að gefa læknanemum á yngri árum tækifæri til að æfa samskipti við börn

Finna má upplýsingar og fréttir frá Bangsaspítalanum á síðu Lýðheilsufélags læknanema á Facebook.

Eins og gefur að skilja eru margvísleg vandamál sem geta hrjáð leikföng barnanna.

Öll leikföng fá viðeigandi meðferð og hljóta bata á skömmum tíma. 

""
Tengt efni