Upphæð styrkja fer eftir áfangastað og lengd dvalar (athugið að upphæðirnar geta verið breytilegar eftir skólaárum).
- Ferðastyrkur er 309-1188 evrur
- Styrkur fyrir styttri dvalir (5-30 dagar) er 79 evrur á dag fyrstu 14 dagana, síðan 56 evrur á dag
- Styrkur fyrir lengri dvalir (2-12 mánuðir) er 700-756 evrur á mánuði
Nemendur sækja um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar hjá Alþjóðasviði.
Frestur til að sækja um Erasmus+ styrki til starfsþjálfunar er til og með 1. apríl ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). Heimilt er að sækja um eftir auglýstan umsóknarfrest en þeir sem sækja um fyrir 1. apríl hafa forgang við úthlutun styrkja.