Skip to main content

Bókmenntir, menning og miðlun

Bókmenntir, menning og miðlun

Hugvísindasvið

Bókmenntir, menning og miðlun

MA gráða – 120 einingar

Meistaranám í bókmenntum, menningu og miðlun er ætlað að styrkja fræðilega þekkingu og skilning nemenda á tengslum bókmennta, menningar og miðlunar.

Skipulag náms

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 1: konfúsíanismi (INT006F)

Viðfangsefni

Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki til forna í víðum skilningi. Á misserinu verður áherslan á heimspeki konfúsíanisma og byrjað á að skýra hugmyndir um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Grundvallarhugtök kínverskrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun.

Auk þessara „jákvæðu“ hugtaka tökum við einnig andstæður þeirra til skoðunar, t.a.m. hugmyndina um að „ekki sé hægt að skera út rotinn við“ (xiumu buke diao ye 朽木不可雕也) og lýsingar á „smámennum“ (xiao ren 小人) eða þeim sem ekki hefur tekist að „mennta“ sig (þ.e. gera sig að manneskjum). Við fjöllum um lýsingar á svonefndum „sýndarmennum“ sem herma aðeins eftir öðrum á ytra borði en rækta ekki sjálfa sig. Innsýn í þá sem mistekst að mennta sig gerir okkur kleift að átta sig betur á merkingu og markmið menntunar í konfúsíanísku samhengi.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e. Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.

X

Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)

Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.

X

Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)

Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.

X

Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA501F)

Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.

Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA022F Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA022F)

Þetta verkefni er ætlað þeim nemum sem skráðir eru í námskeiðið FRA501F Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar og hafa áhuga á að kynna sér efni námskeiðsins frekar. 

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)

Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.

X

Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)

Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?

Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.

Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).    

Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Rannsóknarverkefni – Hrollvekjur, raunsæissögur, fantasíur og rómansar: breskar sögulegar skáldsögur frá 1764 til 1950 (ENS132F)

This research project is linked to the course ENS506G From Gothic Beginnings to Twentieth Century Fantasy and Romance: The British Historical Novel 1764 to 1950.

The course introduces students to the development of the British historical novel up to the middle of the 20th century. Its origins will be traced back to what is seen as the first Gothic novel as well as examining in some detail Walter Scott’s Waverley, which generally is referred to as the first historical novel. The course then outlines the development of the historical novel up to the middle of the 20th century and students read selected texts from this time period. Within this framework, the course explores the way that history has been used by writers across a variety of genres, such as romance and adventure. The course will also include discussions of history in television and film where relevant, along with discussions of relevant theories by both historians and cultural theorists.

The research project involves writing a research paper of 6500-7500 words (75%) and a short essay of 1800-2500 words (25%) OR writing a longer research essay of 8000-10000 words (see below on course assessment). For the short essay, students choose from a list of essay topics given out to students in ENS506G (or come up with their own topic, see below). For the research paper, students choose a topic of their own (or with the teacher’s help); please note that the teacher needs to approve your topic of choice.

The teacher will meet with the students registered for this course on a regular basis to discuss the research paper. Dates to be confirmed.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum? (ENS819M)

Tveggja daga mástofa í byrjun mars. Dagsetningar og tímasetning auglýst síðar. 

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að fjalla um hvort, eða hvernig, enskar bókmenntir í öllum sínum fjölbreyttu frásagnarformum geti brugðist við viðvarandi og brýnum hnattrænum áskorunum á borð við loftslagsbreytingar, efasemdir um vísindi, hugmyndafræðilega pólun o.fl. Við byrjum á því að viðurkenna grundvallarhlutverk bókmennta sem könnunarform (Hughes 2008, bls. 215), hlutlægar og sjálfstæðar rannsóknir sem þurfa, að einhverju leyti, að vera óháðar íþyngjandi kröfum nýfrjálshyggjukerfa og pólitískra dagskrárliða. Síðan verður rætt hvort, á þessum krepputímum, bókmenntafræðingar hafi einnig siðferðislega skyldu til að leggja áherslu á nytsemi frásagnarlistar, möguleika bókmennta til að veita innblástur og jafnvel koma til leiðar grundvallarbreytingum. Málstofan hefst á líflegum fræðilegum umræðum um nytsemi frásagnarlistar. Að þeim loknum mun ég ræða hvernig rannsóknir mínar bregðast við hnattrænum áskorunum áður en ég leiði gagnvirkar vinnustofur þar sem skoðað verður hvernig nemendur í hugvísindum fást við, eða fjarlægjast, hugmyndina um nytsemi. Til þess að sýna fram á mikilvægi markmiða námskeiðsins þarf að veita upplýsingar um hnattrænt ástand hugvísindanna.

Bakgrunnur:
Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að hugvísindin standi frammi fyrir tilvistarkreppu. Frá Nýja-Sjálandi (Gordon & Argue 2024) til Hollands (Scali 2024) til Bandaríkjanna (Hartcollis 2023) hafa menntastofnanir skorið verulega niður fjárveitingar til hugvísinda, og skráning nemenda í greinar eins og sagnfræði og enskar bókmenntir hefur náð sögulegu lágmarki (Heller 2023). Þar sem útskrifaðir nemendur með gráður í hugvísindum hafa almennt lægri tekjur en jafnaldrar þeirra í öðrum greinum eins og verkfræði og viðskiptum halda margir hagfræðingar því fram að menntun í frjálsum listum sé ekki „peninganna virði“ (Hartcollis 2023). Í okkar nýfrjálshyggjuheimi, sem er knúinn áfram af markaðsdrifnum hagvexti og tækninýjungum, er því oft litið svo á að nytsemi hugvísindagreina sé lítil og í mörgum tilvikum alveg horft framhjá henni.

Í hagfræði er nytsemi almennt skilgreind sem „ánægjan sem fæst af því að neyta vöru“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Nytsemi þýðir því „miklu meira en bara notagildi. Hún tekur á sig merkingu sem tengist ánægju, hamingju eða lífsfyllingu“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Þetta útskýrir hvers vegna nytsemi starfsgreina á sviðum eins og verkfræði og viðskipta er mjög virt. Auk þeirrar lífsfyllingar sem fæst af því að vera talinn undirstaða markaðsdrifinna hagkerfa fá verkfræðingar og viðskiptafræðingar mikla ánægju af því að hanna áþreifanlegar vörur sem eru taldar nytsamlegar og skila miklum tekjum. Þrátt fyrir að fjölmörg sannfærandi rök fyrir notagildi hugvísinda séu sífellt sett fram og dreift á alþjóðavísu eiga hugvísindin enn í erfiðleikum með að leggja fram sannfærandi rök fyrir nytsemi sinni, þar sem þau skortir augljósa fjárhagslega mælikvarða sem höfða til nýfrjálshyggjumarkaða.

Á þessari tveggja daga málstofu verður rætt hvort enskar bókmenntir geti með sannfærandi hætti undirstrikað nytsemi hugvísinda með því að afhjúpa dýnamískar aðferðir til að bregðast við hnattrænum áskorunum. Ég held því fram að frásagnarlistin, með sannfærandi hætti sínum, hafi möguleika til að þróa einstakar lausnir á brýnum samfélagsvandamálum og bjóða upp á sýn á stöðugri, sjálfbærari og blómlegri samfélög. Loforðið um bjartari framtíð vekur náttúrulega tilfinningar ánægju eða hamingju, sem á móti undirstrikar nytsemi frásagnarlistar.

X

Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)

Af hverju skelfumst við og heillumst af skrímslum? Hvers vegna valda þau okkur ógeði og vekja um leið þrá okkar? Hvað kenna skrímsli sem hin fullkomnu form öðrunar okkur um mannlega sjálfsmynd og samfélag? Hvernig skapa menningarhugmyndir um kynþátt, kyn, kynhneigð, þjóðerni og stétt hugmyndir okkar um skrímsli? Í þessu námskeiði munum við glíma við þessar spurningar með því að skoða sýnishorn af gróteskum, ögrandi, blendnum, afskræmdum og annars ógeðslegum tilveruformum í miðenskum bókmenntum: skrímslakyn, varúlfa, drauga, risa, djöfla, guði og furðuskepnur . Við munum lesa víða þvert á bókmenntagreinar, þar á meðal riddararómantík, ferðaskrif, þjóðsögur, helgisagnir, trúartexta, ljóðrænan skáldskap og fleira. Lesið verður á gagnrýninn hátt út frá ýmsum sjónarhornum (afbyggingu, póst-húmanisma, sálgreiningu, kynjarýni, umhverfisrýni) til að endurspegla flókið og þverfaglegt eðli viðfangsefnisins.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 2: daoismi og nýdaoismi (INT007F)

Viðfangsefni

Hugsuðir sem kenndir eru við daoisma, einkum höfundar Bókarinnar um veginn/Ferlisins og dygðarinnar (Daodejing 道德经) og Zhuangzi 庄子, brugðust með gagnrýnum hætti við ákveðnum þáttum í menntaheimspeki konfúsíanisma og héldu því m.a. fram að hún leiddi til kredduhyggju og hræsni. Þess í stað lögðu þeir til annars konar lærdóm eða sjálfsrækt sem væri sjálfstæðari undan samfélagsleg gildum og byggði fremur á „heimsrásinni“ eða „vegi veraldarinnar“, þ.e. heimsfræðilegum tilhneigingum náttúrunnar, og leituðu leiða til að tileinka sér lífsmáta sem væri í samræmi við þær tilhneigingar. Í því samhengi nefna þeir til sögunnar hugmyndir á borð við það að „aflæra“ og „draga úr sjálfinu“. Í stað þess að læra af fornritum siðmenningarinnar leggja þeir áherslu á að aðlaga sig náttúrunni og athafna sig með háttum sem þeir kenna við ziran 自然 (sjálfkrafa) og wuwei 无为 (ógjörð).  

Eftir að hafa einblínt á daoisma í u.þ.b. helmingi námskeiðsins víkjum við að xuanxue 玄学 heimspeki, sem stundum er kennd við „nýdaoisma“, en hún tekur samband daoisma og konfúsíanisma til gagnrýninnar endurskoðunar. Nýdaoískir hugsuðir fundu oft nýstárlegar og frumlegar leiðir til að samþætta hugmyndir konfúsíanista og daoista. Í því samhengi ljáðu þeir mikilvægum kjarnahugtökum á borð við xing 性 (mannlegt eðli) og xue 学 nýja merkingu og settu fram annan skilning á fyrirmyndum. Daoistar til forna, einkum höfundar Daodejing og Zhuangzi, gagnrýndu harðlega hina konfúsíanísku aðferð að líkja eftir fyrirmyndum og tefldu þess í stað fram hugtökum sínum um sjálfkrafa eða óþvingaðar athafnir en heimspekingar xuanxue-skólans reyndu að hugsa þessar andstæður upp á nýtt og komust að þeirri niðurstöðu að hin daoísku hugtök sjálfkrafa eða óþvinguðu athafna væru í fullu samræmi við hugmyndina um menntun. Í stað þess að tileinka sér inntak þess sem aðrir hafa tekið sér fyrir hendur er hægt að læra hvernig þeir gera það sem að þeirra mati felur einmitt í sér sjálfkrafa og óþvingaðar athafnir. Þessa samþættingu daoisma og konfúsíanisma mætti því líta á sem þriðju nálgunina á menntun.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Daodejing (Bókina um veginn), Zhuangzi og nýdaoísk rit. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna suma þessara texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki en þeir sem ekki taka námskeið haustmisseris 2024 um konfúsíanisma eru hvattir til að horfa á fyrirlestra þess námskeiðs sem gerðir verða aðgengilegir.

X

Rannsóknasemínar D: Ísland í hljóði og myndum. Ímyndir Íslands í dægurtónlist, kvikmyndum og sjónvarpsefni 1975-2025 (MFR603F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru ímyndir Íslands og ímyndarsköpun eins og þau birtast í vinsælum menningarafurðum samtímans, þ.e. dægurtónlist, kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Í námskeiðinu verður könnuð sú hugmynd að slíkar ímyndir séu búnar til, þeim viðhaldið og þær iðkaðar í hverjum samtíma. Framsetning og iðkun ímynda Íslands og Norðursins verða jafnframt sett í samhengi sögulegra rannsókna á sviði ímyndarfræða (imagology). Þannig eru nemendur hvattir til gagnrýninnar skoðunar og markvissrar greiningar á því hvernig ímyndir lands og þjóðar eru skapaðar, mótaðar og iðkaðar í virku samspili innri og ytri áhrifa.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Einstaklingsverkefni (ENS223F, ENS224F)

Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA- námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)

Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).  

X

Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Sjálfsögur (FRA402F)

Námskeiðið fjallar um  sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan  –  sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi. 

Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.

Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA026F, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið. 

X

Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA026F)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA402F Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun (BMM441L)

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun.

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 1: konfúsíanismi (INT006F)

Viðfangsefni

Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki til forna í víðum skilningi. Á misserinu verður áherslan á heimspeki konfúsíanisma og byrjað á að skýra hugmyndir um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Grundvallarhugtök kínverskrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun.

Auk þessara „jákvæðu“ hugtaka tökum við einnig andstæður þeirra til skoðunar, t.a.m. hugmyndina um að „ekki sé hægt að skera út rotinn við“ (xiumu buke diao ye 朽木不可雕也) og lýsingar á „smámennum“ (xiao ren 小人) eða þeim sem ekki hefur tekist að „mennta“ sig (þ.e. gera sig að manneskjum). Við fjöllum um lýsingar á svonefndum „sýndarmennum“ sem herma aðeins eftir öðrum á ytra borði en rækta ekki sjálfa sig. Innsýn í þá sem mistekst að mennta sig gerir okkur kleift að átta sig betur á merkingu og markmið menntunar í konfúsíanísku samhengi.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e. Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.

X

Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)

Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.

X

Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)

Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.

X

Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA501F)

Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.

Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA022F Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA022F)

Þetta verkefni er ætlað þeim nemum sem skráðir eru í námskeiðið FRA501F Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar og hafa áhuga á að kynna sér efni námskeiðsins frekar. 

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)

Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.

X

Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)

Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?

Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.

Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).    

Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Rannsóknarverkefni – Hrollvekjur, raunsæissögur, fantasíur og rómansar: breskar sögulegar skáldsögur frá 1764 til 1950 (ENS132F)

This research project is linked to the course ENS506G From Gothic Beginnings to Twentieth Century Fantasy and Romance: The British Historical Novel 1764 to 1950.

The course introduces students to the development of the British historical novel up to the middle of the 20th century. Its origins will be traced back to what is seen as the first Gothic novel as well as examining in some detail Walter Scott’s Waverley, which generally is referred to as the first historical novel. The course then outlines the development of the historical novel up to the middle of the 20th century and students read selected texts from this time period. Within this framework, the course explores the way that history has been used by writers across a variety of genres, such as romance and adventure. The course will also include discussions of history in television and film where relevant, along with discussions of relevant theories by both historians and cultural theorists.

The research project involves writing a research paper of 6500-7500 words (75%) and a short essay of 1800-2500 words (25%) OR writing a longer research essay of 8000-10000 words (see below on course assessment). For the short essay, students choose from a list of essay topics given out to students in ENS506G (or come up with their own topic, see below). For the research paper, students choose a topic of their own (or with the teacher’s help); please note that the teacher needs to approve your topic of choice.

The teacher will meet with the students registered for this course on a regular basis to discuss the research paper. Dates to be confirmed.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun (BMM441L)

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum? (ENS819M)

Tveggja daga mástofa í byrjun mars. Dagsetningar og tímasetning auglýst síðar. 

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að fjalla um hvort, eða hvernig, enskar bókmenntir í öllum sínum fjölbreyttu frásagnarformum geti brugðist við viðvarandi og brýnum hnattrænum áskorunum á borð við loftslagsbreytingar, efasemdir um vísindi, hugmyndafræðilega pólun o.fl. Við byrjum á því að viðurkenna grundvallarhlutverk bókmennta sem könnunarform (Hughes 2008, bls. 215), hlutlægar og sjálfstæðar rannsóknir sem þurfa, að einhverju leyti, að vera óháðar íþyngjandi kröfum nýfrjálshyggjukerfa og pólitískra dagskrárliða. Síðan verður rætt hvort, á þessum krepputímum, bókmenntafræðingar hafi einnig siðferðislega skyldu til að leggja áherslu á nytsemi frásagnarlistar, möguleika bókmennta til að veita innblástur og jafnvel koma til leiðar grundvallarbreytingum. Málstofan hefst á líflegum fræðilegum umræðum um nytsemi frásagnarlistar. Að þeim loknum mun ég ræða hvernig rannsóknir mínar bregðast við hnattrænum áskorunum áður en ég leiði gagnvirkar vinnustofur þar sem skoðað verður hvernig nemendur í hugvísindum fást við, eða fjarlægjast, hugmyndina um nytsemi. Til þess að sýna fram á mikilvægi markmiða námskeiðsins þarf að veita upplýsingar um hnattrænt ástand hugvísindanna.

Bakgrunnur:
Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að hugvísindin standi frammi fyrir tilvistarkreppu. Frá Nýja-Sjálandi (Gordon & Argue 2024) til Hollands (Scali 2024) til Bandaríkjanna (Hartcollis 2023) hafa menntastofnanir skorið verulega niður fjárveitingar til hugvísinda, og skráning nemenda í greinar eins og sagnfræði og enskar bókmenntir hefur náð sögulegu lágmarki (Heller 2023). Þar sem útskrifaðir nemendur með gráður í hugvísindum hafa almennt lægri tekjur en jafnaldrar þeirra í öðrum greinum eins og verkfræði og viðskiptum halda margir hagfræðingar því fram að menntun í frjálsum listum sé ekki „peninganna virði“ (Hartcollis 2023). Í okkar nýfrjálshyggjuheimi, sem er knúinn áfram af markaðsdrifnum hagvexti og tækninýjungum, er því oft litið svo á að nytsemi hugvísindagreina sé lítil og í mörgum tilvikum alveg horft framhjá henni.

Í hagfræði er nytsemi almennt skilgreind sem „ánægjan sem fæst af því að neyta vöru“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Nytsemi þýðir því „miklu meira en bara notagildi. Hún tekur á sig merkingu sem tengist ánægju, hamingju eða lífsfyllingu“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Þetta útskýrir hvers vegna nytsemi starfsgreina á sviðum eins og verkfræði og viðskipta er mjög virt. Auk þeirrar lífsfyllingar sem fæst af því að vera talinn undirstaða markaðsdrifinna hagkerfa fá verkfræðingar og viðskiptafræðingar mikla ánægju af því að hanna áþreifanlegar vörur sem eru taldar nytsamlegar og skila miklum tekjum. Þrátt fyrir að fjölmörg sannfærandi rök fyrir notagildi hugvísinda séu sífellt sett fram og dreift á alþjóðavísu eiga hugvísindin enn í erfiðleikum með að leggja fram sannfærandi rök fyrir nytsemi sinni, þar sem þau skortir augljósa fjárhagslega mælikvarða sem höfða til nýfrjálshyggjumarkaða.

Á þessari tveggja daga málstofu verður rætt hvort enskar bókmenntir geti með sannfærandi hætti undirstrikað nytsemi hugvísinda með því að afhjúpa dýnamískar aðferðir til að bregðast við hnattrænum áskorunum. Ég held því fram að frásagnarlistin, með sannfærandi hætti sínum, hafi möguleika til að þróa einstakar lausnir á brýnum samfélagsvandamálum og bjóða upp á sýn á stöðugri, sjálfbærari og blómlegri samfélög. Loforðið um bjartari framtíð vekur náttúrulega tilfinningar ánægju eða hamingju, sem á móti undirstrikar nytsemi frásagnarlistar.

X

Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)

Af hverju skelfumst við og heillumst af skrímslum? Hvers vegna valda þau okkur ógeði og vekja um leið þrá okkar? Hvað kenna skrímsli sem hin fullkomnu form öðrunar okkur um mannlega sjálfsmynd og samfélag? Hvernig skapa menningarhugmyndir um kynþátt, kyn, kynhneigð, þjóðerni og stétt hugmyndir okkar um skrímsli? Í þessu námskeiði munum við glíma við þessar spurningar með því að skoða sýnishorn af gróteskum, ögrandi, blendnum, afskræmdum og annars ógeðslegum tilveruformum í miðenskum bókmenntum: skrímslakyn, varúlfa, drauga, risa, djöfla, guði og furðuskepnur . Við munum lesa víða þvert á bókmenntagreinar, þar á meðal riddararómantík, ferðaskrif, þjóðsögur, helgisagnir, trúartexta, ljóðrænan skáldskap og fleira. Lesið verður á gagnrýninn hátt út frá ýmsum sjónarhornum (afbyggingu, póst-húmanisma, sálgreiningu, kynjarýni, umhverfisrýni) til að endurspegla flókið og þverfaglegt eðli viðfangsefnisins.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 2: daoismi og nýdaoismi (INT007F)

Viðfangsefni

Hugsuðir sem kenndir eru við daoisma, einkum höfundar Bókarinnar um veginn/Ferlisins og dygðarinnar (Daodejing 道德经) og Zhuangzi 庄子, brugðust með gagnrýnum hætti við ákveðnum þáttum í menntaheimspeki konfúsíanisma og héldu því m.a. fram að hún leiddi til kredduhyggju og hræsni. Þess í stað lögðu þeir til annars konar lærdóm eða sjálfsrækt sem væri sjálfstæðari undan samfélagsleg gildum og byggði fremur á „heimsrásinni“ eða „vegi veraldarinnar“, þ.e. heimsfræðilegum tilhneigingum náttúrunnar, og leituðu leiða til að tileinka sér lífsmáta sem væri í samræmi við þær tilhneigingar. Í því samhengi nefna þeir til sögunnar hugmyndir á borð við það að „aflæra“ og „draga úr sjálfinu“. Í stað þess að læra af fornritum siðmenningarinnar leggja þeir áherslu á að aðlaga sig náttúrunni og athafna sig með háttum sem þeir kenna við ziran 自然 (sjálfkrafa) og wuwei 无为 (ógjörð).  

Eftir að hafa einblínt á daoisma í u.þ.b. helmingi námskeiðsins víkjum við að xuanxue 玄学 heimspeki, sem stundum er kennd við „nýdaoisma“, en hún tekur samband daoisma og konfúsíanisma til gagnrýninnar endurskoðunar. Nýdaoískir hugsuðir fundu oft nýstárlegar og frumlegar leiðir til að samþætta hugmyndir konfúsíanista og daoista. Í því samhengi ljáðu þeir mikilvægum kjarnahugtökum á borð við xing 性 (mannlegt eðli) og xue 学 nýja merkingu og settu fram annan skilning á fyrirmyndum. Daoistar til forna, einkum höfundar Daodejing og Zhuangzi, gagnrýndu harðlega hina konfúsíanísku aðferð að líkja eftir fyrirmyndum og tefldu þess í stað fram hugtökum sínum um sjálfkrafa eða óþvingaðar athafnir en heimspekingar xuanxue-skólans reyndu að hugsa þessar andstæður upp á nýtt og komust að þeirri niðurstöðu að hin daoísku hugtök sjálfkrafa eða óþvinguðu athafna væru í fullu samræmi við hugmyndina um menntun. Í stað þess að tileinka sér inntak þess sem aðrir hafa tekið sér fyrir hendur er hægt að læra hvernig þeir gera það sem að þeirra mati felur einmitt í sér sjálfkrafa og óþvingaðar athafnir. Þessa samþættingu daoisma og konfúsíanisma mætti því líta á sem þriðju nálgunina á menntun.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Daodejing (Bókina um veginn), Zhuangzi og nýdaoísk rit. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna suma þessara texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki en þeir sem ekki taka námskeið haustmisseris 2024 um konfúsíanisma eru hvattir til að horfa á fyrirlestra þess námskeiðs sem gerðir verða aðgengilegir.

X

Rannsóknasemínar D: Ísland í hljóði og myndum. Ímyndir Íslands í dægurtónlist, kvikmyndum og sjónvarpsefni 1975-2025 (MFR603F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru ímyndir Íslands og ímyndarsköpun eins og þau birtast í vinsælum menningarafurðum samtímans, þ.e. dægurtónlist, kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Í námskeiðinu verður könnuð sú hugmynd að slíkar ímyndir séu búnar til, þeim viðhaldið og þær iðkaðar í hverjum samtíma. Framsetning og iðkun ímynda Íslands og Norðursins verða jafnframt sett í samhengi sögulegra rannsókna á sviði ímyndarfræða (imagology). Þannig eru nemendur hvattir til gagnrýninnar skoðunar og markvissrar greiningar á því hvernig ímyndir lands og þjóðar eru skapaðar, mótaðar og iðkaðar í virku samspili innri og ytri áhrifa.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Einstaklingsverkefni (ENS223F, ENS224F)

Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA- námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)

Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).  

X

Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Sjálfsögur (FRA402F)

Námskeiðið fjallar um  sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan  –  sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi. 

Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.

Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA026F, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið. 

X

Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA026F)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA402F Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)

Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Fræði og ritun (ENS231F)

Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 1: konfúsíanismi (INT006F)

Viðfangsefni

Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki til forna í víðum skilningi. Á misserinu verður áherslan á heimspeki konfúsíanisma og byrjað á að skýra hugmyndir um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Grundvallarhugtök kínverskrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun.

Auk þessara „jákvæðu“ hugtaka tökum við einnig andstæður þeirra til skoðunar, t.a.m. hugmyndina um að „ekki sé hægt að skera út rotinn við“ (xiumu buke diao ye 朽木不可雕也) og lýsingar á „smámennum“ (xiao ren 小人) eða þeim sem ekki hefur tekist að „mennta“ sig (þ.e. gera sig að manneskjum). Við fjöllum um lýsingar á svonefndum „sýndarmennum“ sem herma aðeins eftir öðrum á ytra borði en rækta ekki sjálfa sig. Innsýn í þá sem mistekst að mennta sig gerir okkur kleift að átta sig betur á merkingu og markmið menntunar í konfúsíanísku samhengi.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e. Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.

X

Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)

Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.

X

Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)

Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.

X

Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA501F)

Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.

Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA022F Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA022F)

Þetta verkefni er ætlað þeim nemum sem skráðir eru í námskeiðið FRA501F Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar og hafa áhuga á að kynna sér efni námskeiðsins frekar. 

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)

Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.

X

Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)

Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?

Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.

Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).    

Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Rannsóknarverkefni – Hrollvekjur, raunsæissögur, fantasíur og rómansar: breskar sögulegar skáldsögur frá 1764 til 1950 (ENS132F)

This research project is linked to the course ENS506G From Gothic Beginnings to Twentieth Century Fantasy and Romance: The British Historical Novel 1764 to 1950.

The course introduces students to the development of the British historical novel up to the middle of the 20th century. Its origins will be traced back to what is seen as the first Gothic novel as well as examining in some detail Walter Scott’s Waverley, which generally is referred to as the first historical novel. The course then outlines the development of the historical novel up to the middle of the 20th century and students read selected texts from this time period. Within this framework, the course explores the way that history has been used by writers across a variety of genres, such as romance and adventure. The course will also include discussions of history in television and film where relevant, along with discussions of relevant theories by both historians and cultural theorists.

The research project involves writing a research paper of 6500-7500 words (75%) and a short essay of 1800-2500 words (25%) OR writing a longer research essay of 8000-10000 words (see below on course assessment). For the short essay, students choose from a list of essay topics given out to students in ENS506G (or come up with their own topic, see below). For the research paper, students choose a topic of their own (or with the teacher’s help); please note that the teacher needs to approve your topic of choice.

The teacher will meet with the students registered for this course on a regular basis to discuss the research paper. Dates to be confirmed.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)

Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum? (ENS819M)

Tveggja daga mástofa í byrjun mars. Dagsetningar og tímasetning auglýst síðar. 

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að fjalla um hvort, eða hvernig, enskar bókmenntir í öllum sínum fjölbreyttu frásagnarformum geti brugðist við viðvarandi og brýnum hnattrænum áskorunum á borð við loftslagsbreytingar, efasemdir um vísindi, hugmyndafræðilega pólun o.fl. Við byrjum á því að viðurkenna grundvallarhlutverk bókmennta sem könnunarform (Hughes 2008, bls. 215), hlutlægar og sjálfstæðar rannsóknir sem þurfa, að einhverju leyti, að vera óháðar íþyngjandi kröfum nýfrjálshyggjukerfa og pólitískra dagskrárliða. Síðan verður rætt hvort, á þessum krepputímum, bókmenntafræðingar hafi einnig siðferðislega skyldu til að leggja áherslu á nytsemi frásagnarlistar, möguleika bókmennta til að veita innblástur og jafnvel koma til leiðar grundvallarbreytingum. Málstofan hefst á líflegum fræðilegum umræðum um nytsemi frásagnarlistar. Að þeim loknum mun ég ræða hvernig rannsóknir mínar bregðast við hnattrænum áskorunum áður en ég leiði gagnvirkar vinnustofur þar sem skoðað verður hvernig nemendur í hugvísindum fást við, eða fjarlægjast, hugmyndina um nytsemi. Til þess að sýna fram á mikilvægi markmiða námskeiðsins þarf að veita upplýsingar um hnattrænt ástand hugvísindanna.

Bakgrunnur:
Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að hugvísindin standi frammi fyrir tilvistarkreppu. Frá Nýja-Sjálandi (Gordon & Argue 2024) til Hollands (Scali 2024) til Bandaríkjanna (Hartcollis 2023) hafa menntastofnanir skorið verulega niður fjárveitingar til hugvísinda, og skráning nemenda í greinar eins og sagnfræði og enskar bókmenntir hefur náð sögulegu lágmarki (Heller 2023). Þar sem útskrifaðir nemendur með gráður í hugvísindum hafa almennt lægri tekjur en jafnaldrar þeirra í öðrum greinum eins og verkfræði og viðskiptum halda margir hagfræðingar því fram að menntun í frjálsum listum sé ekki „peninganna virði“ (Hartcollis 2023). Í okkar nýfrjálshyggjuheimi, sem er knúinn áfram af markaðsdrifnum hagvexti og tækninýjungum, er því oft litið svo á að nytsemi hugvísindagreina sé lítil og í mörgum tilvikum alveg horft framhjá henni.

Í hagfræði er nytsemi almennt skilgreind sem „ánægjan sem fæst af því að neyta vöru“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Nytsemi þýðir því „miklu meira en bara notagildi. Hún tekur á sig merkingu sem tengist ánægju, hamingju eða lífsfyllingu“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Þetta útskýrir hvers vegna nytsemi starfsgreina á sviðum eins og verkfræði og viðskipta er mjög virt. Auk þeirrar lífsfyllingar sem fæst af því að vera talinn undirstaða markaðsdrifinna hagkerfa fá verkfræðingar og viðskiptafræðingar mikla ánægju af því að hanna áþreifanlegar vörur sem eru taldar nytsamlegar og skila miklum tekjum. Þrátt fyrir að fjölmörg sannfærandi rök fyrir notagildi hugvísinda séu sífellt sett fram og dreift á alþjóðavísu eiga hugvísindin enn í erfiðleikum með að leggja fram sannfærandi rök fyrir nytsemi sinni, þar sem þau skortir augljósa fjárhagslega mælikvarða sem höfða til nýfrjálshyggjumarkaða.

Á þessari tveggja daga málstofu verður rætt hvort enskar bókmenntir geti með sannfærandi hætti undirstrikað nytsemi hugvísinda með því að afhjúpa dýnamískar aðferðir til að bregðast við hnattrænum áskorunum. Ég held því fram að frásagnarlistin, með sannfærandi hætti sínum, hafi möguleika til að þróa einstakar lausnir á brýnum samfélagsvandamálum og bjóða upp á sýn á stöðugri, sjálfbærari og blómlegri samfélög. Loforðið um bjartari framtíð vekur náttúrulega tilfinningar ánægju eða hamingju, sem á móti undirstrikar nytsemi frásagnarlistar.

X

Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)

Af hverju skelfumst við og heillumst af skrímslum? Hvers vegna valda þau okkur ógeði og vekja um leið þrá okkar? Hvað kenna skrímsli sem hin fullkomnu form öðrunar okkur um mannlega sjálfsmynd og samfélag? Hvernig skapa menningarhugmyndir um kynþátt, kyn, kynhneigð, þjóðerni og stétt hugmyndir okkar um skrímsli? Í þessu námskeiði munum við glíma við þessar spurningar með því að skoða sýnishorn af gróteskum, ögrandi, blendnum, afskræmdum og annars ógeðslegum tilveruformum í miðenskum bókmenntum: skrímslakyn, varúlfa, drauga, risa, djöfla, guði og furðuskepnur . Við munum lesa víða þvert á bókmenntagreinar, þar á meðal riddararómantík, ferðaskrif, þjóðsögur, helgisagnir, trúartexta, ljóðrænan skáldskap og fleira. Lesið verður á gagnrýninn hátt út frá ýmsum sjónarhornum (afbyggingu, póst-húmanisma, sálgreiningu, kynjarýni, umhverfisrýni) til að endurspegla flókið og þverfaglegt eðli viðfangsefnisins.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 2: daoismi og nýdaoismi (INT007F)

Viðfangsefni

Hugsuðir sem kenndir eru við daoisma, einkum höfundar Bókarinnar um veginn/Ferlisins og dygðarinnar (Daodejing 道德经) og Zhuangzi 庄子, brugðust með gagnrýnum hætti við ákveðnum þáttum í menntaheimspeki konfúsíanisma og héldu því m.a. fram að hún leiddi til kredduhyggju og hræsni. Þess í stað lögðu þeir til annars konar lærdóm eða sjálfsrækt sem væri sjálfstæðari undan samfélagsleg gildum og byggði fremur á „heimsrásinni“ eða „vegi veraldarinnar“, þ.e. heimsfræðilegum tilhneigingum náttúrunnar, og leituðu leiða til að tileinka sér lífsmáta sem væri í samræmi við þær tilhneigingar. Í því samhengi nefna þeir til sögunnar hugmyndir á borð við það að „aflæra“ og „draga úr sjálfinu“. Í stað þess að læra af fornritum siðmenningarinnar leggja þeir áherslu á að aðlaga sig náttúrunni og athafna sig með háttum sem þeir kenna við ziran 自然 (sjálfkrafa) og wuwei 无为 (ógjörð).  

Eftir að hafa einblínt á daoisma í u.þ.b. helmingi námskeiðsins víkjum við að xuanxue 玄学 heimspeki, sem stundum er kennd við „nýdaoisma“, en hún tekur samband daoisma og konfúsíanisma til gagnrýninnar endurskoðunar. Nýdaoískir hugsuðir fundu oft nýstárlegar og frumlegar leiðir til að samþætta hugmyndir konfúsíanista og daoista. Í því samhengi ljáðu þeir mikilvægum kjarnahugtökum á borð við xing 性 (mannlegt eðli) og xue 学 nýja merkingu og settu fram annan skilning á fyrirmyndum. Daoistar til forna, einkum höfundar Daodejing og Zhuangzi, gagnrýndu harðlega hina konfúsíanísku aðferð að líkja eftir fyrirmyndum og tefldu þess í stað fram hugtökum sínum um sjálfkrafa eða óþvingaðar athafnir en heimspekingar xuanxue-skólans reyndu að hugsa þessar andstæður upp á nýtt og komust að þeirri niðurstöðu að hin daoísku hugtök sjálfkrafa eða óþvinguðu athafna væru í fullu samræmi við hugmyndina um menntun. Í stað þess að tileinka sér inntak þess sem aðrir hafa tekið sér fyrir hendur er hægt að læra hvernig þeir gera það sem að þeirra mati felur einmitt í sér sjálfkrafa og óþvingaðar athafnir. Þessa samþættingu daoisma og konfúsíanisma mætti því líta á sem þriðju nálgunina á menntun.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Daodejing (Bókina um veginn), Zhuangzi og nýdaoísk rit. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna suma þessara texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki en þeir sem ekki taka námskeið haustmisseris 2024 um konfúsíanisma eru hvattir til að horfa á fyrirlestra þess námskeiðs sem gerðir verða aðgengilegir.

X

Rannsóknasemínar D: Ísland í hljóði og myndum. Ímyndir Íslands í dægurtónlist, kvikmyndum og sjónvarpsefni 1975-2025 (MFR603F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru ímyndir Íslands og ímyndarsköpun eins og þau birtast í vinsælum menningarafurðum samtímans, þ.e. dægurtónlist, kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Í námskeiðinu verður könnuð sú hugmynd að slíkar ímyndir séu búnar til, þeim viðhaldið og þær iðkaðar í hverjum samtíma. Framsetning og iðkun ímynda Íslands og Norðursins verða jafnframt sett í samhengi sögulegra rannsókna á sviði ímyndarfræða (imagology). Þannig eru nemendur hvattir til gagnrýninnar skoðunar og markvissrar greiningar á því hvernig ímyndir lands og þjóðar eru skapaðar, mótaðar og iðkaðar í virku samspili innri og ytri áhrifa.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Einstaklingsverkefni (ENS223F, ENS224F)

Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA- námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)

Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).  

X

Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Sjálfsögur (FRA402F)

Námskeiðið fjallar um  sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan  –  sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi. 

Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.

Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA026F, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið. 

X

Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA026F)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA402F Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.

X

MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)

Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.

X

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun (BMM441L)

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 1: konfúsíanismi (INT006F)

Viðfangsefni

Inntak námskeiðsins er kínversk menntaheimspeki til forna í víðum skilningi. Á misserinu verður áherslan á heimspeki konfúsíanisma og byrjað á að skýra hugmyndir um menntun og sjálfsrækt sem fram koma í Speki Konfúsíusar (Lunyu 论语, Analects). Síðan verður vikið að völdum köflum í öðrum mikilvægum konfúsíanískum ritum á borð við Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Grundvallarhugtök kínverskrar menntaheimspeki verða kynnt til sögunnar og þau útskýrð, þ.á.m. jiao 教 (kennsla), xue 学 (að læra, að líkja eftir, að taka sér til fyrirmyndar), xiuji 修己 og xiushen 修身 (að rækta sjálfan sig), li 礼 (helgiathafnir, siðir), xing 性 (náttúrulegar tilhneigingar, mannlegt eðli) og junzi 君子 (fyrirmyndarpersóna), auk annarra. Í því samhengi verður hugað vel að vægi fyrirmynda í konfúsíanískri menntun.

Auk þessara „jákvæðu“ hugtaka tökum við einnig andstæður þeirra til skoðunar, t.a.m. hugmyndina um að „ekki sé hægt að skera út rotinn við“ (xiumu buke diao ye 朽木不可雕也) og lýsingar á „smámennum“ (xiao ren 小人) eða þeim sem ekki hefur tekist að „mennta“ sig (þ.e. gera sig að manneskjum). Við fjöllum um lýsingar á svonefndum „sýndarmennum“ sem herma aðeins eftir öðrum á ytra borði en rækta ekki sjálfa sig. Innsýn í þá sem mistekst að mennta sig gerir okkur kleift að átta sig betur á merkingu og markmið menntunar í konfúsíanísku samhengi.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Speki Konfúsíusar (e. Analects), Zhongyong (e. Doctrine of the Mean), Daxue (e. The Great Learning), Xueji (e. Records of Learning), Mengzi og Xunzi. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna alla þessa texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki.

X

Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)

Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.

X

Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)

Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.

X

Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA501F)

Ævintýri settu svip sinn á elstu verk franskra bókmennta eins og sjá má, t.d. í Strengleikum. Ævintýraritun hófst svo af kappi í lok 17. aldar þegar Mme d‘Aulnoy, Charles Perrault, Mlle L‘Héritier de Villandon og fleiri gáfu út verk sín (Öskubuska, Bláskeggur, Sælueyjan, Blái fuglinn, Ricdin Ricdon …). Stuttu síðar kom út þýðing Antoines Gallands á Þúsund og einni nótt og ýtti hún enn frekar undir áhuga á bókmenntagreininni. Sagan um Fríðu og Dýrið var gefin út árið 1740 og var, ásamt fleiri ævintýrum, tekin inn í safnrit ætlað börnum, í styttri útgáfu og endurskoðaðri. Í námskeiðinu verða lesin ævintýri eftir ýmsa höfunda og einkenni þeirra skoðuð með hliðsjón af tísku og tíðaranda. Sjónum verður beint að hlut þeirra kvenna sem stigu fram á ritvöllinn á þessum tíma, myndun ævintýrasafna og rammafrásagna, og ævintýrum í barnabókmenntum á síðari hluta 18. aldar. Einnig verður litið til íslenskra þýðinga á frönskum ævintýrum á tímabilinu.

Námskeiðið verður kennt á íslensku. Fyrir nemendur í frönsku verður boðið upp á vikulegan aukatíma (40 mín.) á frönsku.

Samhliða þessu námskeiði geta nemendur skráð sig í FRA022F Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar 4e. Þar fá þeir tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

X

Sérverkefni: Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar (FRA022F)

Þetta verkefni er ætlað þeim nemum sem skráðir eru í námskeiðið FRA501F Frönsk ævintýri, frá miðöldum til upplýsingar og hafa áhuga á að kynna sér efni námskeiðsins frekar. 

X

Þrettán hlutir (FOR701M)

Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion.  The course will be taught in english.

X

Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)

Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.

X

Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)

Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?

Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.

Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).    

Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Rannsóknarverkefni – Hrollvekjur, raunsæissögur, fantasíur og rómansar: breskar sögulegar skáldsögur frá 1764 til 1950 (ENS132F)

This research project is linked to the course ENS506G From Gothic Beginnings to Twentieth Century Fantasy and Romance: The British Historical Novel 1764 to 1950.

The course introduces students to the development of the British historical novel up to the middle of the 20th century. Its origins will be traced back to what is seen as the first Gothic novel as well as examining in some detail Walter Scott’s Waverley, which generally is referred to as the first historical novel. The course then outlines the development of the historical novel up to the middle of the 20th century and students read selected texts from this time period. Within this framework, the course explores the way that history has been used by writers across a variety of genres, such as romance and adventure. The course will also include discussions of history in television and film where relevant, along with discussions of relevant theories by both historians and cultural theorists.

The research project involves writing a research paper of 6500-7500 words (75%) and a short essay of 1800-2500 words (25%) OR writing a longer research essay of 8000-10000 words (see below on course assessment). For the short essay, students choose from a list of essay topics given out to students in ENS506G (or come up with their own topic, see below). For the research paper, students choose a topic of their own (or with the teacher’s help); please note that the teacher needs to approve your topic of choice.

The teacher will meet with the students registered for this course on a regular basis to discuss the research paper. Dates to be confirmed.

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skapandi skrif (enska) (ENS817M)

Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.

Tilgangur námsins er m.a.

1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.

2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.

Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.

Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.

Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).

Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista. 

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun (BMM441L)

Meistararitgerð í bókmenntum, menningu og miðlun.

X

Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum? (ENS819M)

Tveggja daga mástofa í byrjun mars. Dagsetningar og tímasetning auglýst síðar. 

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að fjalla um hvort, eða hvernig, enskar bókmenntir í öllum sínum fjölbreyttu frásagnarformum geti brugðist við viðvarandi og brýnum hnattrænum áskorunum á borð við loftslagsbreytingar, efasemdir um vísindi, hugmyndafræðilega pólun o.fl. Við byrjum á því að viðurkenna grundvallarhlutverk bókmennta sem könnunarform (Hughes 2008, bls. 215), hlutlægar og sjálfstæðar rannsóknir sem þurfa, að einhverju leyti, að vera óháðar íþyngjandi kröfum nýfrjálshyggjukerfa og pólitískra dagskrárliða. Síðan verður rætt hvort, á þessum krepputímum, bókmenntafræðingar hafi einnig siðferðislega skyldu til að leggja áherslu á nytsemi frásagnarlistar, möguleika bókmennta til að veita innblástur og jafnvel koma til leiðar grundvallarbreytingum. Málstofan hefst á líflegum fræðilegum umræðum um nytsemi frásagnarlistar. Að þeim loknum mun ég ræða hvernig rannsóknir mínar bregðast við hnattrænum áskorunum áður en ég leiði gagnvirkar vinnustofur þar sem skoðað verður hvernig nemendur í hugvísindum fást við, eða fjarlægjast, hugmyndina um nytsemi. Til þess að sýna fram á mikilvægi markmiða námskeiðsins þarf að veita upplýsingar um hnattrænt ástand hugvísindanna.

Bakgrunnur:
Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að hugvísindin standi frammi fyrir tilvistarkreppu. Frá Nýja-Sjálandi (Gordon & Argue 2024) til Hollands (Scali 2024) til Bandaríkjanna (Hartcollis 2023) hafa menntastofnanir skorið verulega niður fjárveitingar til hugvísinda, og skráning nemenda í greinar eins og sagnfræði og enskar bókmenntir hefur náð sögulegu lágmarki (Heller 2023). Þar sem útskrifaðir nemendur með gráður í hugvísindum hafa almennt lægri tekjur en jafnaldrar þeirra í öðrum greinum eins og verkfræði og viðskiptum halda margir hagfræðingar því fram að menntun í frjálsum listum sé ekki „peninganna virði“ (Hartcollis 2023). Í okkar nýfrjálshyggjuheimi, sem er knúinn áfram af markaðsdrifnum hagvexti og tækninýjungum, er því oft litið svo á að nytsemi hugvísindagreina sé lítil og í mörgum tilvikum alveg horft framhjá henni.

Í hagfræði er nytsemi almennt skilgreind sem „ánægjan sem fæst af því að neyta vöru“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Nytsemi þýðir því „miklu meira en bara notagildi. Hún tekur á sig merkingu sem tengist ánægju, hamingju eða lífsfyllingu“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Þetta útskýrir hvers vegna nytsemi starfsgreina á sviðum eins og verkfræði og viðskipta er mjög virt. Auk þeirrar lífsfyllingar sem fæst af því að vera talinn undirstaða markaðsdrifinna hagkerfa fá verkfræðingar og viðskiptafræðingar mikla ánægju af því að hanna áþreifanlegar vörur sem eru taldar nytsamlegar og skila miklum tekjum. Þrátt fyrir að fjölmörg sannfærandi rök fyrir notagildi hugvísinda séu sífellt sett fram og dreift á alþjóðavísu eiga hugvísindin enn í erfiðleikum með að leggja fram sannfærandi rök fyrir nytsemi sinni, þar sem þau skortir augljósa fjárhagslega mælikvarða sem höfða til nýfrjálshyggjumarkaða.

Á þessari tveggja daga málstofu verður rætt hvort enskar bókmenntir geti með sannfærandi hætti undirstrikað nytsemi hugvísinda með því að afhjúpa dýnamískar aðferðir til að bregðast við hnattrænum áskorunum. Ég held því fram að frásagnarlistin, með sannfærandi hætti sínum, hafi möguleika til að þróa einstakar lausnir á brýnum samfélagsvandamálum og bjóða upp á sýn á stöðugri, sjálfbærari og blómlegri samfélög. Loforðið um bjartari framtíð vekur náttúrulega tilfinningar ánægju eða hamingju, sem á móti undirstrikar nytsemi frásagnarlistar.

X

Research Project – Forms of Monstrosity in Medieval Literature (ENS601F)

Af hverju skelfumst við og heillumst af skrímslum? Hvers vegna valda þau okkur ógeði og vekja um leið þrá okkar? Hvað kenna skrímsli sem hin fullkomnu form öðrunar okkur um mannlega sjálfsmynd og samfélag? Hvernig skapa menningarhugmyndir um kynþátt, kyn, kynhneigð, þjóðerni og stétt hugmyndir okkar um skrímsli? Í þessu námskeiði munum við glíma við þessar spurningar með því að skoða sýnishorn af gróteskum, ögrandi, blendnum, afskræmdum og annars ógeðslegum tilveruformum í miðenskum bókmenntum: skrímslakyn, varúlfa, drauga, risa, djöfla, guði og furðuskepnur . Við munum lesa víða þvert á bókmenntagreinar, þar á meðal riddararómantík, ferðaskrif, þjóðsögur, helgisagnir, trúartexta, ljóðrænan skáldskap og fleira. Lesið verður á gagnrýninn hátt út frá ýmsum sjónarhornum (afbyggingu, póst-húmanisma, sálgreiningu, kynjarýni, umhverfisrýni) til að endurspegla flókið og þverfaglegt eðli viðfangsefnisins.

X

Kínversk heimspeki menntunar til forna 2: daoismi og nýdaoismi (INT007F)

Viðfangsefni

Hugsuðir sem kenndir eru við daoisma, einkum höfundar Bókarinnar um veginn/Ferlisins og dygðarinnar (Daodejing 道德经) og Zhuangzi 庄子, brugðust með gagnrýnum hætti við ákveðnum þáttum í menntaheimspeki konfúsíanisma og héldu því m.a. fram að hún leiddi til kredduhyggju og hræsni. Þess í stað lögðu þeir til annars konar lærdóm eða sjálfsrækt sem væri sjálfstæðari undan samfélagsleg gildum og byggði fremur á „heimsrásinni“ eða „vegi veraldarinnar“, þ.e. heimsfræðilegum tilhneigingum náttúrunnar, og leituðu leiða til að tileinka sér lífsmáta sem væri í samræmi við þær tilhneigingar. Í því samhengi nefna þeir til sögunnar hugmyndir á borð við það að „aflæra“ og „draga úr sjálfinu“. Í stað þess að læra af fornritum siðmenningarinnar leggja þeir áherslu á að aðlaga sig náttúrunni og athafna sig með háttum sem þeir kenna við ziran 自然 (sjálfkrafa) og wuwei 无为 (ógjörð).  

Eftir að hafa einblínt á daoisma í u.þ.b. helmingi námskeiðsins víkjum við að xuanxue 玄学 heimspeki, sem stundum er kennd við „nýdaoisma“, en hún tekur samband daoisma og konfúsíanisma til gagnrýninnar endurskoðunar. Nýdaoískir hugsuðir fundu oft nýstárlegar og frumlegar leiðir til að samþætta hugmyndir konfúsíanista og daoista. Í því samhengi ljáðu þeir mikilvægum kjarnahugtökum á borð við xing 性 (mannlegt eðli) og xue 学 nýja merkingu og settu fram annan skilning á fyrirmyndum. Daoistar til forna, einkum höfundar Daodejing og Zhuangzi, gagnrýndu harðlega hina konfúsíanísku aðferð að líkja eftir fyrirmyndum og tefldu þess í stað fram hugtökum sínum um sjálfkrafa eða óþvingaðar athafnir en heimspekingar xuanxue-skólans reyndu að hugsa þessar andstæður upp á nýtt og komust að þeirri niðurstöðu að hin daoísku hugtök sjálfkrafa eða óþvinguðu athafna væru í fullu samræmi við hugmyndina um menntun. Í stað þess að tileinka sér inntak þess sem aðrir hafa tekið sér fyrir hendur er hægt að læra hvernig þeir gera það sem að þeirra mati felur einmitt í sér sjálfkrafa og óþvingaðar athafnir. Þessa samþættingu daoisma og konfúsíanisma mætti því líta á sem þriðju nálgunina á menntun.

Markmið

Meðal þeirra spurninga sem varpað verður fram (og reynt að svara) í námskeiðinu eru: Hvernig er menntun skilin í kínverskri menningu fyrri tíma? Hver eru helstu markmið hennar? Hvað á sér stað þegar menntun nær ekki markmiðum sínum? Getur menntun verið óæskileg eða hættuleg? Hvaða félagslegu og einstaklingsbundu þættir felast í menntun og sjálfsrækt? Að hvaða leyti getur menntun eins haft áhrif á aðra? Hvaða hlutverki gegnir annað fólk í menntun manns? Eru fyrirmyndir nauðsynlegar? Hvaða hlutverki gegna hefðir og fyrirmyndir sem aðferðir í menntun? Er hægt að gera of mikið úr þeim? Hvaða almenna vægi hefur menntun í heimspeki konfúsíanismans?

Nálgun og námsefni

Að mestu verður stuðst við frumtexta, þ.e. Daodejing (Bókina um veginn), Zhuangzi og nýdaoísk rit. Stúdentar geta nýtt sér hvaða þýðingu á þessum grundvallarritum sem er (á ensku eða öðrum málum). Á vefnum ctext.org má finna suma þessara texta í enskri þýðingu. Námskeiðið er samkennt með Paul J. D‘Ambrosio og nemendum hans við East China Normal University. Engar forkröfur eru gerðar til þekkingar á kínverskri heimspeki en þeir sem ekki taka námskeið haustmisseris 2024 um konfúsíanisma eru hvattir til að horfa á fyrirlestra þess námskeiðs sem gerðir verða aðgengilegir.

X

Rannsóknasemínar D: Ísland í hljóði og myndum. Ímyndir Íslands í dægurtónlist, kvikmyndum og sjónvarpsefni 1975-2025 (MFR603F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru ímyndir Íslands og ímyndarsköpun eins og þau birtast í vinsælum menningarafurðum samtímans, þ.e. dægurtónlist, kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Í námskeiðinu verður könnuð sú hugmynd að slíkar ímyndir séu búnar til, þeim viðhaldið og þær iðkaðar í hverjum samtíma. Framsetning og iðkun ímynda Íslands og Norðursins verða jafnframt sett í samhengi sögulegra rannsókna á sviði ímyndarfræða (imagology). Þannig eru nemendur hvattir til gagnrýninnar skoðunar og markvissrar greiningar á því hvernig ímyndir lands og þjóðar eru skapaðar, mótaðar og iðkaðar í virku samspili innri og ytri áhrifa.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Einstaklingsverkefni (ENS223F, ENS224F)

Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA- námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.

X

Landmiðuð skrif: Femínísk umhverfi í bókmenntum 20. aldar (ENS620M)

Áður en samtímagreiningar á eyðandi áhrifum mannmiðaðrar hugsunar á umhverfi og lífkerfi komu fram höfðu sögur árþjóða og femínískra höfunda gagnrýnt hugmyndina að maðurinn drottnaði yfir öðrum lífverum. Í þessu námskeiði munum við nota hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ sem leiðarstef til að greina verk kvenhöfunda eins og Leslie Marmon Silko, bell hooks, Willa Cather, Maria Lugones og Muriel Rukeyser og skoða hvernig verk þeirra flækja og dýpka skilning okkar á hugtökunum.

Saman munum við skoða hvernig áhrif nýlendustefnu birtast í því hvernig hugtökin „femínismi“ og „umhverfi“ eru notuð sem lýsing á verkum ákveðinna höfunda og ekki annarra. Við munum takast á við spurningar eins og; hvaða ólíku hugmyndir um umhverfisvernd má sjá í verkum höfunda námskeiðsins? Hvaða merkingu má leggja í hugtakið „umhverfisbókmenntir“ og hvernig gætu femínísk fræði hjálpað okkur að svara þeirri spurningu?

X

Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)

Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).  

X

Rannsóknarverkefni: Ádeila og samfélag í skáldsögum Frances Burney (ENS450F)

Uppáhaldshöfundur og innblástur fyrir Jane Austen og umsjónarmaður skikkju Charlotte drottningar, Frances Burney (1752-1840) var átjándu aldar enskur skáldsagnahöfundur og leikskáld sem einnig er þekkt sem Fanny Burney. Burney bjó í Frakklandi í Napóleonsstríðunum og franski eiginmaður hennar Alexander D'Arblay hafði stutt frönsku byltinguna, pólitískt þema sem fjallað er um í skáldsögu hennar The Wanderer. Skáldsaga hennar Camilla (1796), seld í áskrift, skilaði henni ótrúlega háum fjárhæðum sem gerði henni kleift að kaupa hús handa fjölskyldu sinni. Alla ævi hélt Burney dagbækur sem þjóna sem skrá yfir tíma hennar í átjándu aldar dómstólnum, átjándu aldar listrænu og vitsmunalegu hásamfélagi og um tíma hennar í Frakklandi. Starf Burney tekur þátt í málefnum stétta, erfða, góðgerðarmála og stjórnmálabaráttu í Frakklandi og Bretlandi. Við munum lesa skáldsögur Burney og útdrætti úr bréfum hennar og dagbókum. Á þessu námskeiði verður farið yfir félagslegar, pólitískar, efnahagslegar og frumfemínískar athugasemdir í verkum Burney, frásagnarstíl hennar, upplýsingar um líf hennar og áhrif hennar á aðra skáldsagnahöfunda, eins og Austen.

X

Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni  (ÍSL612M)

Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.

X

Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.  

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Sjálfsögur (FRA402F)

Námskeiðið fjallar um  sjálfsævisögur, sjálfssögur og minnistexta frá seinni hluta 20. aldar og upphafi 21. aldar í Frakklandi og öðrum frönskum málsvæðum, svo sem Senegal, Alsír og Marokkó. Skoðað verður hvernig þrír þættir sjálfsævisögunnar – sjálfið, ævin og sagan  –  sameinast eða takast á í verkum ólíkra höfunda. Áherslan verður á sjálfs(ævi)söguleg skrif sem lýsa samfélagslegum, mennningarlegum og pólitískum aðstæðum og byggja á minni. Spurt verður hvernig endurminningar og upprifjun birtast í bókmenntum og kannað með hvaða hætti gleymskan gegnir lykilhlutverk í slíkum frásögnum. Verk þar sem höfundar gera glímu sína við minnið og gleymskuna og mörkin milli skáldskapar og veruleika að viðfangsefni verða í fyrirrúmi. 

Námskeiðið verður kennt á íslensku með einum aukatíma á frönsku á viku fyrir nemendur í Frönskum fræðum.

Nemendur í námskeiðinu geta tekið 4 eininga sérverkefni samhliða því, FRA026F, og verða að tala við kennara fyrir 1. október til að skrá sig í verkefnið. 

X

Sérverkefni: Sjálfsögur (FRA026F)

Nemendur geta tekið þetta 4e sérverkefni samhliða námskeiðinu FRA402F Sjálfsögur til að fá tækifæri til að vinna nánar með efni námskeiðsins.

Nemendur skulu hafa samband við umsjónarmann verkefnisins til þess að óska eftir skráningu eigi seinna en 1. október 2024.

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Miðlunarleiðir II: Munnleg framsetning, sýningar, stafræn miðlun (HMM242F)

Í Miðlunarleiðum II á vorönn er unnið með eftirfarandi miðlunarleiðir: a) munnleg framsetning og b) sýningar á menningarsögulegu efni. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. 

Nemendur fara yfir grunnatriði í munnlegri framsetningu og æfa sig í minni og stærri hópum. Einnig verður farið yfir grunnatriði varðandi skipulagingu á ráðstefnum og málþingum og stjórnun þeirra. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í kynningarhluta þessa viðfangsefnis. Við lok þess þáttar er haldin ráðstefna þar sem allir nemendur kynna verkefni sín. Að honum loknum tekur við þáttur um sýningar með tengingu við stafræna miðlun. Fjallað verður um grunnatriði sýninga og ólíkar leiðir við framsetningu mynda og texta og hvaða reglur gilda um framsetningu texta á netinu. Nemendur vinna við hagnýt verkefni í þessu samhengi.  Samhliða verður farið yfir grunnatriði í stafrænni miðlun, hverjar eru helstu miðlunarleiðir, kostir og gallar. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. fyrirlestur á ráðstefnu og önnur verkefni í því samhengi
  2. Sýningagreining og hagnýtt verkefni í tengslum við sýningar á vegum Borgarsögusafns
  3. Stafræn miðlun verður fléttuð inn í báða þætti. Áhersla er lögð á sameiginleg þemu og hópavinnu í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.