Skip to main content

Tilgangur og aðferðir í sjálfsmiðjaðri menningarrýni (autoethnography)

Tilgangur og aðferðir í sjálfsmiðjaðri menningarrýni (autoethnography) - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. mars 2025 15:00 til 16:00
Hvar 

Árnagarður

310

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 6.mars  mun Tony Adams vera með vinnustofu í stofu 310 í Árnagarði. Þar mun hann kynna grundvallaratriði í sjálfsmiðjaðri menningarrýni, aðferð þar sem stuðst er við persónulega reynslu til að skoða menningarlega reynslu.

Tony mun draga fram atriði sem eru sérstæð fyrir beitingu þessarar aðferðar og þess afraksturs sem hún hefur skilað. Hann mun einnig lýsa því hvernig nota megi sjálfsmiðjaða menningarrýni til að rannsaka félagsleg atriði og gefa yfirlit yfir rökræður um aðferðina og lýsa því hvernig hún hefur þróast. Góður tími mun gefast fyrir umræður.

Verið öll velkomin.