Skip to main content

Samtal við danska skáldið Søren R. Fauth

Samtal við danska skáldið Søren R. Fauth - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. mars 2025 19:00 til 20:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Danska skáldið Søren R. Fauth í samtali við Gísla Magnússon prófessor í Norræna húsinu, fimmtudaginn 13. mars kl. 19:00.

Søren R. Fauth (f. 1971) er danskt ljóðskáld, þýðandi, rannsakandi og leikskáld sem árið 2021 hlaut „Jan Sonnergaards Mindelegat“ og árið 2023 „Jacob- og Wilhelm-Grimm-Preis“ fyrir störf sín sem rithöfundur og þýðandi. Í samtalinu verður sjónum beint að skáldskapnum, sem samanstendur af alls 8 ljóðabókum, þar af fjórum löngum prósaljóðrænum textum, sem eru staðsettir á milli hins skýra frásagnarferils skáldsögunnar og fábrotins forms ljóðsins. Textarnir einkennast af nánast djöfullegum drifkrafti og offors. Þemu sem endurtaka sig í skrifunum eru kvíði, einmanaleiki, ást, hatur, reiði og sátt. Í Moloch. En fortælling om mit raseri  frá 2020 hittum við, til dæmis, ljóðrænt sjálf í frjálsu falli og verðum fyrstu hendi vitni að framhjáhaldi, afbrýðisemi, örvæntingu og vanmætti. Þrátt fyrir oft dökk þemu, sem einnig einkenna tvær nýjustu útgáfurnar, En rejse til mørkets begyndelse frá 2022 og Dagene, drømmene frá 2023, eru skrifin líka gegnsýrð af kaldhæðni og stundum endurleysandi húmor. Samtalið fer fram á dönsku, og doktor Fauth mun líka lesa upphátt úr verki sínu.

Søren R. Fauth, danskt ljóðskáld, þýðandi, rannsakandi og leikskáld.

Samtal við danska skáldið Søren R. Fauth