Skip to main content

Kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum

Kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. mars 2025 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

O-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í erindinu greinir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur frá rannsóknum sínum á birtingarmyndum kynbundis ofbeldis í íslenskum þjóðsögum frá 19. og 20. öld.

Kynbundið ofbeldi er sjaldan miðpunktur sagna en það má engu að síður finna í þjóðsagnasöfnum, bæði heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Í erindinu verður sjónum meðal annars beint að því í hvernig sögum ofbeldi af þessu tagi birtist helst, hvaða tilgangi þessar sögur gætu hafa þjónað, hvað þær geta sagt okkur um kynjuð valdatengsl og hvaða áhrif það hefur hver segir söguna og hverjum.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptaka aðgengileg á vefsíðu Þjóðarspegilsins:
https://thjodarspegillinn.hi.is/vidburdir/

Erindið er hluti af fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins um ofbeldi:
https://thjodarspegillinn.hi.is/

Dagrún Ósk Jónsdóttir aðjunkt við Félagsfræði-, Mannfræði- og Þjóðfræðideild fjallar um kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum.

Kynbundið ofbeldi í íslenskum þjóðsögum