
Umhverfisfræði
180 einingar - Ph.D. gráða
Námið er þriggja ára rannsóknatengt framhaldsnám í umhverfisfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
Námið byggir á 180 eininga rannsóknarverkefni. Doktorsnefnd getur gert kröfu um að nemandi ljúki einnig námskeiðum.
Nemendur með MS-próf í umhverfis- og auðlindafræði, verkfræði eða náttúruvísindum geta fengið inngöngu að fullnægðum tilteknum forkröfum.

Um námið
Doktorsnámið felst einkum í rannsókn sem lýkur með 180 eininga doktorsritgerð. Doktorsnefnd getur gert kröfu um að nemandi í doktorsnámi ljúki einnig námskeiðum. Einingar fyrir námskeið bætast þá við námið. Námskeiðin eru framhaldsnámskeið sem valin eru í samráði við umsjónarkennara.
Reiknað er með að nemendur séu í fullu þriggja ára námi.
Nánar um hæfniviðmið í kennsluskrá.
MS-gráða eða jafngild í verkfræði, náttúruvísindum, umhverfisfræðum, skipulagsfræðum eða arkitektúr. Nemendur af skyldum sviðum geta fengið inngöngu að fullnægðum tilteknum forkröfum
Umsækjendur um doktorsnám þurfa að vera komnir með leiðbeinanda og hugmynd að verkefni áður en sótt er um nám. Nemendum er bent á að hafa samband við kennara á því fagsviði sem þeir hafa hug á í sínu framhaldsnámi.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:
