Áfangamat: Ragnar F. Ólafsson

Áfangamat: Ragnar F. Ólafsson fimmtudaginn 6. mars kl. 13:00.
Þróun leiðbeininga við kennslu námsorðaforða
Markmið rannsóknarinnar er að þróa kennsluleiðbeiningar til þess að auðvelda kennurum að kenna íslenskan námsorðaforða og vinna með gæðatexta í lestrarþjálfun nemenda. Það felur í sér þróun námsorðaforðaprófs og prófun á kennsluefni sem er sérstaklega þróað í þessum tilgangi.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Ragnar rannsóknarskýrslu sína kl. 13–14 á Zoom og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hlekkur á kynningu kl 13:00 Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/68077325326
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Dr Elín Þöll Þórðardóttir prófessor við McGill University, Montreal, Kanada og Dr Finnur Friðriksson prófessor við Háskólann á Akureyri. Aðalleiðbeinandi er dr Auður Pálsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, meðleiðbeinandi er dr Sigríður Ólafsdóttir dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, einnig situr í doktorsnefnd Katrín Regína Frímannsdóttir fyrrum stefnu- og gæðastjóri Háskóla Íslands. Dr Annadís Greta Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.