Áfangamat: Zulaia Johnston da Cruz

Áfangamat: Zulaia Johnston da Cruz miðvikudaginn 12 mars kl. 10:00.
Sýn sýrlenskra og íraskra ungmenna á eigin málnotkun, tungumálanám og fjöltyngi í íslensku samfélagi og skólum.
Í þessari doktorsrannsókn er sýn sýrlenskra og íraskra ungmenna athuguð. Í rannsókninni er lögð áhersla á hvernig þau læra og nota íslensku og móðurmál. Einnig er skoðað hvernig skólar nýta tungumálakunnáttu þessara ungmenna í námi.
Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Zulaia rannsóknarskýrslu sína kl. 10–11 á Zoom og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Hlekkur á kynningu kl 10:00 Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/68277553231
Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.
Prófdómarar eru dr Åsa Wedin prófessor við Dalarna University, Svíþjóð og dr Seyda Subashi Singh dósent við University of Vienna, Austurríki. Aðalleiðbeinandi er dr Hanna Ragnarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og meðleiðbeinandi dr Hermína Gunnþórsdóttir prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Dr Annadís G Rúdólfsdóttir prófessor við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir er ritari.