Skip to main content

Kvikmyndasýning: Una giornata particolare

Kvikmyndasýning: Una giornata particolare - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. mars 2025 18:30 til 20:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Námsgrein í ítölsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands sýnir kvikmyndina Una giornata particolare í Auðarsal í Veröld, fimmtudaginn 13. mars kl. 18:30. 

Una giornata particolare (Sérstakur dagur) er kvikmynd frá 1977 í leikstjórn Ettore Scola. Aðalsöguhetjurnar eru tveir nágrannar, útvarpsblaðamaður ofsóttur af fasistastjórninni (Marcello Mastroianni) og uppgefin húsmóðir (Sophia Loren). Þau hittast fyrir tilviljun á degi sögulegrar heimsóknar Hitlers til Rómar árið 1938 og sérstök tengsl myndast milli söguhetjanna tveggja. 

Árið 1977 var myndin tilnefnd til "Palme d'or" (Gullpálma) á Cannes kvikmyndahátiðinni, árið 1978 var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda mynd og sama ár hlaut Ettore Scola Golden Globe verðlaunin fyrir leikstjórn myndarinnar.

Næstu sýningar: 

  • Fimmtudagurinn 20. mars kl. 18:30: Il sorpasso (1962) í leikstjórn Dino Risi. Aðalleikarar eru Vittorio Gassman og Jean-Louis Trintignant.
  • Fimmtudagurinn 27. mars kl. 18:30: Le conseguenze dell'amore (2004) í leikstjórn Paolo Sorrentino. Aðalleikarar eru Toni Servillo.

Námsgrein í ítölsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands sýnir kvikmyndina Una giornata particolare í Auðarsal í Veröld, fimmtudaginn 13. mars kl. 18:30. 

Kvikmyndasýning: Una giornata particolare