Sálfræðideild
Sálfræði er vísindagrein um huga, heila og hátterni. Grundvöllur sálfræðinnar er fjölbreytilegt rannsóknastarf en greinin er víða hagnýtt, meðal annars í skólum, meðferðarstarfi og atvinnulífi.
Grunnnám
Þeir sem hyggja á nám í sálfræði hafa þrjár leiðir til að ljúka BS-námi:
- Sálfræði sem aðalgrein til 180e
- Sálfræði sem aðalgrein til 120e, ásamt aukagrein úr öðru fagi til 60e
- Sálfræði sem aukagrein til 60e, ásamt aðalgrein úr öðru fagi til 120e
Hver námsleið tekur í heild þrjú ár.
Nánari upplýsingar um grunnnám í sálfræði.
Lesa um aðal- og aukagreinar.
Framhaldsnám
Meistaranám er alla jafna 120 einingar og doktorsnám 180-240 einingar. Viðbótardiplómur eru 60 einingar.
- Hagnýt sálfræði, MS, þrjú kjörsvið:
- Klínísk sálfræði
- Megindleg sálfræði
- Félagsleg sálfræði
- Sálfræði, MS (einstaklingsbundið nám)
- Hagnýt atferlisgreining, MS
- Hagnýt atferlisgreining, viðbótardiplóma
- Menntun framhaldsskólakennara, MS, sálfræðikennsla
- Doktorsnám í sálfræði, PhD
Námið er nátengt atvinnulífi og veitir góðan undirbúning fyrir fjölbreytileg störf.
Hafðu samband
Skrifstofa Sálfræðideildar
Nýi Garður, 1. hæð, Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími 525-4240
saldeild@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga kl. 09:30–12:30 og 13–15
Skrifstofa Sálfræðideildar er lokuð á Þorláksmessu og milli jóla og nýárs.
Við opnum aftur 2. janúar 2025.
Sálfræðiráðgjöf háskólanema fyrir nema HÍ og börn þeirra er þjálfunarklíník fyrir framhaldsnema í klínískri sálfræði. Hún er starfrækt á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands.
Fylgstu með okkur á Facebook.